Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 943
- Kl. 12:30 - 13:10
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 943
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
- Hjálmar Árnasonfundarritari
Gleráreyrar 1, rými 16, Blush - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023111060Erindi dagsett 23. nóvember 2023 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild vegna breytinga á rými 16 á Glerártorgi, í húsi nr. 1 við Gleráreyrar, fyrirhugað er að innrétta verslun Blush. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Munkaþverárstræti 24 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2023100954Erindi dagsett 20. október 2023 þar sem Karl Franklín Magnússon sækir um úrtak úr kantsteini við bílastæði húss nr. 24 við Munkaþverárstræti. Aðkoma að bílastæði verður um Krákustíg.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.
Oddeyrarbót 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023090734Erindi dagsett 28. nóvember 2023 þar sem Jóhann Einar Jónsson fyrir hönd Hvalaskoðunar Akureyrar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum á lóð nr. 2 við Oddeyrarbót. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jóhann Einar Jónsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Gránufélagsgata 51 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021041271Erindi dagsett 30. nóvember 2023 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd VN Fasteigna ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi á lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022061239Erindi dagsett 27. nóvember 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. LF1 ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum í húsi nr. 102 við Hafnarstræti. Innkomnar teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.