Stjórn Hlíðarfjalls - 15
- Kl. 15:00 - 16:00
- Fjarfundur
- Fundur nr. 15
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Andri Teitsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Brynjar Helgi Ásgeirssonforstöðumaður Hlíðarfjalls
Vinir Hlíðarfjalls - samstarfssamningur
Málsnúmer 2018100361Til umræðu samstarfssamningur Hlíðarfjalls og Vina Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls fól starfsmönnum á fundi þann 17. maí sl. að uppfæra samninginn út frá þeim umræðum sem voru á fundinum og leggja fyrir næsta fund stjórnar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að gengið verði frá samninginum með vísan til þeirra breytinga sem gerðar voru á fundinum.
Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur
Málsnúmer 2020061017Farið yfir lokaútgáfu af útboðsgögnum vegna reksturs Hlíðarfjalls.
Hlíðarfjall - fjárhagsáætlun
Málsnúmer 2020090427Lagt fram til kynningar 5 mánaða rekstraryfirlit 2021.
Hlíðarfjall - gjaldskrá
Málsnúmer 2020090392Til umræðu sumargjaldskrá Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að dagspassi fyrir börn í Fjarkann kosti 1.600 kr. til samræmis við vetrargjaldskrá.
Erindi vegna Scandinavian Cup 2022
Málsnúmer 2021050575Erindi dagsett 14. maí 2021 frá Kristrúnu Birgisdóttur og Ólafi Björnssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna alþjóðlegs skíðagöngumóts sem haldið verður í Hlíðarfjalli 2022. Um er að ræða beiðni um framkvæmdaleyfi og fjármagn við uppbyggingu brauta og framkvæmdaleyfi fyrir klúbbhús.
Erindið var áður á dagskrá stjórnar þann 17. maí sl. og var starfsmönnum falið að rýna fjárhagsáætlun og hvort kostnaður við uppbyggingu brauta rúmist innan áætlunar.
Afgreiðslu frestað.
Beiðni um stuðning við framkvæmd keppni í fjallahjólabruni
Málsnúmer 2021061924Tölvupóstur dagsettur 14. júní 2021 frá Árna F. Sigurðssyni formanni HFA þar sem óskað er eftir stuðningi í nokkrum liðum við framkvæmd bikarmóts í fjallahjólabruni í Hlíðarfjalli þann 30. júlí nk.
Stjórn Hlíðarfjalls tekur vel í erindið og samþykkir að mótið geti farið fram í Hliðarfjalli og felur forstöðumanni að útfæra opnunartíma í tengslum við mótið. Jafnframt samþykkir stjórnin að í tengslum við mótið verði vikupassi sem gildir frá 24. júlí - 31. júlí seldur á 10.800 kr. og dagspassi fyrir keppendur verði á 2.000 kr.
Beiðni um niðurfellingu á reikningi vegna leigu á snjótroðara
Málsnúmer 2021061808Tölvupóstur dagsettur 23. júní frá forsvarsmanni KKA þar sem óskað er eftir niðurfellingu á reikningi frá Hlíðarfjalli vegna leigu á snjótroðara í tengslum við vélsleðamót sem haldið var sl. vetur.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að styrkja KKA um 146.000 kr. vegna mótsins í formi leigu á snjótroðara.