Velferðarráð - 1246
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1246
Nefndarmenn
- Erla Björg Guðmundsdóttirformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Jón Hrói Finnssonsviðsstjóri búsetusviðs
- María Sigurbjörg Stefánsdóttirfundarritari
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2016
Málsnúmer 2016020160Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit búsetudeildar, fjölskyldudeildar og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar fyrir janúar til nóvember 2016.
Fjárhagsaðstoð 2016
Málsnúmer 2016010029Lagt fram til kynningar yfrlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2016.
Hæfingarstöðin Skógarlundi 1 - kaup eignarinnar af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs
Málsnúmer 2017010535Lagt fram minnisblað Guðríðar Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og Guðrúnar Sigurðardótur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 26. janúar 2017 um möguleg kaup bæjarins á Skógarlundi 1 sem er í eigu ríkisins. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur með eignina að gera og hefur boðið bænum eignina til kaups.
Umræðu um málið frestað.
Stofnun starfshóps um næringu aldraðra
Málsnúmer 2017010190Velferðarráð samþykkir að skipað verði í starfshóp um næringu eldri borgara með hliðsjón af ákvæðum laga um þjónustuhóp aldraðra og óska tilnefninga frá þeim aðilum og með þeim hæfnisskilyrðum sem þar eru tilgreind.
Velferðarráð felur Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs að tilnefna tvo fulltrúa Akureyrarbæjar í starfshópinn og senda erindi til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Félags eldri borgara á Akureyri um tilnefningu fulltrúa í starfshópinn.Öldrunarþjónusta - biðlistar 2016 og 2017
Málsnúmer 2016020149Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram yfirlit um fjölda einstaklinga sem metnir eru af Færni- og heilsumatsnefnd í þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými pr. 1. janúar 2017, ásamt upplýsingum um fjölda notenda í dagþjálfun.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda notenda í heimahjúkrun á vegum HSN né um heimaþjónustu og heimsendan mat.ÖA - Motiview verkefnið
Málsnúmer 2017010280Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi stuttlega frá framvindu tilraunaverkefnisins með Motiview hjólaverkefnið og að gengið hafi verið frá samstarfssamningi til tveggja ára.
ÖA - kynning á Timian innkaupa- og matarvefnum
Málsnúmer 2013010214Innkaupa- og matarvefurinn Timian hefur verið í notkun hjá ÖA síðan á miðju ári 2014, að hafist var handa við innleiðingu og uppsetningu kerfisins.
Kristbjörg Björnsdóttir verkefnastjóri hjá ÖA mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti notkun kerfisins og greiningar á innkaupum og vörunotkun sem unnar eru mánaðarlega hjá ÖA.ÖA - undanþágubeiðnir frá kröfulýsingu velferðarráðuneytis
Málsnúmer 2016120182Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi frá framlengingu á fresti, til að skila undanþágubeiðnum til Sjúkratrygginga Íslands vegna kröfulýsingar. Til viðbótar við áðursendar beiðnir, hefur ÖA sent inn beiðni um undanþágu frá viðmiðum landlæknis um mönnun, og er í því samhengi vísað til fylgiskjala kröfulýsingar og rammasamnings.
Fyrirhuguð fækkun á hvíldarinnlagnarrýmum á Hlíð í sumar
Málsnúmer 2016050199Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÖA, Halldórs Guðmundssonar dagsett 30. janúar 2017 um fækkun/lokanir hvíldarrýma í sex vikur sumarið 2017.
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstur
Málsnúmer 2015010160Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi frá nýlegum samningi, um ráðgjöf KPMG um þjónustu í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á rekstrarformi ÖA.
Jafnframt greindi framkvæmdastjóri ÖA frá umfjöllun um rekstur ÖA í bæjarráði 26. janúar sl. Til þess fundar voru boðaðir fulltrúar frá DAS, þeir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu og Guðmundur Hallvarðsson, formaður stjórnar DAS.ÖA - velferð og tækni, velferðartækni
Málsnúmer 2013010215Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi stuttlega frá úttekt sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands vann að hjá ÖA í tengslum við styrkveitingu; og verkefnið Byrja-ekki bíða. Niðurstaða úttektar/athugunar NSM var að bæta þurfi sérstaklega þátt upplýsingamiðlunar um þau verkefni sem unnið er að. Út frá þessari niðurstöðu er hafin undirbúningur að útgáfu kynningarrits ÖA um nokkur þeirra þróunar- og nýsköpunar verkefna, sem hafa verið og eru í vinnslu. Kynningarritið verður unnið í samstarfi við fyrirtækið Borgarímynd sem einnig aflar auglýsinga til að kosta útgáfuna.
Fylgiskjöl
Samningar um öryggisvistun 2016
Málsnúmer 2016110106Viðbót við boðaða dagskrá.
Lögð fram drög að samningi um greiðslur vegna öryggisvistunar einstaklings á grundvelli 62. gr. alm. hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir tímabilið 14. mars 2013 til 31. desember 2016.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.