Félagsmálaráð - 1148
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1148
Nefndarmenn
- Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
- Dagur Fannar Dagsson
- Oktavía Jóhannesdóttir
- Sif Sigurðardóttir
- Valur Sæmundsson
- Guðlaug Kristinsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Bryndís Dagbjartsdóttirfundarritari
Starfsáætlun félagsmálaráðs 2010-2014
Málsnúmer 2011010043Verkefni í starfsáætlun rædd og farið yfir aðgerðarlista vegna þeirra.
<DIV>Frestað til næsta fundar.</DIV>
Heimahjúkrun - reglur 2012
Málsnúmer 2012080066<DIV>Frestað til næsta fundar.</DIV>
Heimahjúkrun - nýr forstöðumaður 2012
Málsnúmer 2012080067Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti ráðningu Ingu Dagnýjar Eydal í starf forstöðumanns heimahjúkrunar.
<DIV>Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með ráðninguna.</DIV>
Fagráð um fjölskylduvernd
Málsnúmer 2012030029Lögð var fram til kynningar úttekt á vinnulagi fagráðs um fjölskylduvernd sem Bryndís Elfa Valdimarsdóttir vann fyrir Heilsugæslustöðina og fjölskyldudeild.\nBryndís Elfa mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti úttektina.
<DIV>Félagsmálaráð þakkar kynninguna.</DIV>
Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2012
Málsnúmer 2012080049Lagður fram til kynningar listi yfir stöðuna á biðlistum eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ 31. júlí 2012.
<DIV>Félagsmálaráð þakkar kynninguna.</DIV>
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
Málsnúmer 2012080060Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram til kynningar leiðbeinandi reglur Velferðarráðuneytisins um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).\nEinnig lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu/Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 28. júní 2012 um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna NPA árið 2012.
<DIV>Félagsmálaráð samþykkir að taka þátt í innleiðingu NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) og felur starfsmönnum búsetudeildar og fjölskyldudeildar að semja drög að reglum um þjónustuna og leggja fyrir ráðið.</DIV>
Íbúðakjarni - nýbygging 2012
Málsnúmer 2011110037Dagur Fannar Dagsson L-lista og Sif Sigurðardóttir A-lista viku af fundi kl. 15:57.$line$$line$
Staðsetning lóðar fyrir sex íbúða nýbyggingu í Giljahverfi fyrir fatlað fólk. Fjórar hugmyndir lagðar fram.
<DIV>Félagsmálaráð styður eindregið hugmynd nr. 4 í gögnum sem lögð voru fram á fundinum. </DIV>