Skólanefnd - 5
- Kl. 13:00 - 14:40
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 5
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Kristján Ingimar Ragnarsson
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Hanna Dögg Maronsdóttir
- Preben Jón Pétursson
- Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Soffía Vagnsdóttirfræðslustjóri ritaði fundargerð
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
Hljóðvist í íþróttamannvirkjum
Málsnúmer 2015100029Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ og Steindór Ívar Ívarsson frá Fasteignum Akureyrarbæjar kynntu niðurstöður hljóðvistarmælinga í íþróttamannvirkjum.
Skólanefnd þakkar kynninguna.
Kynjuð fjárhagsáætlanagerð
Málsnúmer 2011030090Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynnti gátlista um kynjaða fjárhagsáætlunargerð.
Skólanefnd þakkar kynninguna.
Skólaakstur fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar - útboð 2016
Málsnúmer 2016030128Samningar við SBA og Hópferðabíla Akureyrar renna út í lok skólaársins 2015-2016.
Skólanefnd samþykkir að bjóða út skólaakstur og felur fræðslustjóra að sjá til þess að útboðsgögn verði útbúin.
Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019
Málsnúmer 2015100143Lögð fram til kynningar Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019.
Evrópsk úttekt á menntun í skóla án aðgreiningar
Málsnúmer 2016030130Lagt fram til kynningar erindi sem barst í tölvupósti 9. mars 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að Akureyrarbær taki þátt í evrópskri úttekt á menntun í skóla án aðgreiningar.
Óskað er eftir að Akureyrarbær verði þátttakandi í úttektinni.Auglýsing á stöðu skólastjóra Naustaskóla
Málsnúmer 2016030138Skólanefnd felur fræðslustjóra að auglýsa stöðuna.
Hlíðaból - uppsögn samnings
Málsnúmer 2016030139Uppsögn á rekstrarstyrks samningi við Hvítasunnusöfnuðinn vegna leikskólans Hlíðabóls.
Skólanefnd samþykkir að segja upp rekstrarstyrks samningi við rekstraraðila vegna leikskólans Hlíðabóls. Starfseminni lýkur því við sumarlokun sumarið 2017, 7. júlí.
Búnaðarkaup fyrir skólana árið 2016
Málsnúmer 2016030144Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu fjármagns til búnaðarkaupa fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2016.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna.