Bæjarráð - 3671
- Kl. 08:15 - 10:29
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3671
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Hlynur Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Hulda Sif Hermannsdóttirfundarritari
Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla
Málsnúmer 2015020002Kynning á íbúasamráðsverkefni.
Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð þakkar stýrihópnum og starfsmönnum fyrir góða vinnu. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir vilja til þess að þróa áfram vinnu og verkefni við íbúasamráð. Þá samþykkir bæjarráð að þiggja boð um að senda tvo fulltrúa á tengslaráðstefnu í Tékklandi til að ræða möguleika á samstarfsverkefnum um íbúasamráð.
Verkefnastjóri upplýsingamiðlunar - rökstuðningur vegna ráðningar
Málsnúmer 2019060038Lagt fram til kynningar álit umboðsmanns Alþings vegna ráðningar í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar.
Álitið er hægt að sækja á vef umboðsmanns Alþingis: https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/7475/skoda/mal/
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna málið áfram.
Skammtímavistun reglur 2019-2020
Málsnúmer 2019080549Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. febrúar 2020:
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um skammtímaþjónustu fyrir fötluð börn. Málið var áður á dagskrá 2. október sl.
Velferðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.Bæjarráð vísar drögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara
Málsnúmer 2020010595Liður 3. í fundargerð öldungaráðs dagsettri 3. febrúar 2020:
Lagt er til að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samráði öldungaráðs og þeirra ráða og sviða/deilda sem koma að þjónustu við hópinn.
Öldungaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að vinna aðgerðaáætlun um málefni eldri borgara. Markmiðið er að ná yfirsýn og upplýsingum á þjónustu ásamt því að gera stefnumótun til framtíðar.Afgreiðslu frestað.
Hverfisráð Hríseyjar - aðalfundur 2020
Málsnúmer 2020020329Lögð fram fundargerð aðalfundar hverfisráðs Hríseyjar sem haldinn var 10. febrúar 2020.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.Bæjarráð vísar liðum 3b, 3c, 3d, 3e, 3g, 3h, 3i og 3j til umhverfis- og mannvirkjasviðs. Aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Tillaga til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarða og Eyjafjarðar, 302. mál
Málsnúmer 2020020112Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. febrúar 2020 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, 302. mál 2020.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0340.htmlBæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna málsins.