Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 833
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 833
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Ásvegur 21 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum í kjallara
Málsnúmer 2021030606Erindi dagsett 8. mars 2021 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd Benedikts Viggóssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi kjallara húss nr. 21 við Ásveg. Innkomnar nýjar teikningar 15. september 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Ægisgata 7, Hrísey - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021071124Erindi dagsett 21. júlí 2021 þar sem Ágúst Hafsteinsson, fyrir hönd Magnúsar Þorleifssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 7 við Ægisgötu í Hrísey. Meðfylgjandi er teikning eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomin ný gögn 14. september 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Sómatún 29 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021090006Erindi dagsett 31. ágúst 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd BF Bygginga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 29 við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 27. september 2021
Byggingarfulltrúi samþykkti erindið þann 27. september 2021.
Nonnahagi 13 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021090937Erindi dagsett 21. september 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Sverris Gestssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 13 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir loftræsisamstæðu
Málsnúmer 2021091067Erindi dagsett 23. september 2021 þar sem Óli Þór Jónsson fyrir hönd Coca-Cola European Partners Ísland ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir loftræsisamstæðu á þaki húss nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Aðalstræti 22 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun, snyrtistofa
Málsnúmer 2021091103Erindi dagsett 24. september 2021 þar sem Gísli Jón Kristinsson fyrir hönd Mörtu Volina sækir um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun í rými 0102 í húsi nr. 22 við Aðalstræti. Fyrirhugað er að opna snyrtistofu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Nonnahagi 15 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2021091129Erindi dagsett 24. september 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Jóns Kristins Valdimarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 15 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.