Skipulagsráð - 250
- Kl. 08:00 - 11:30
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 250
Nefndarmenn
- Tryggvi Már Ingvarssonformaður
- Helgi Snæbjarnarson
- Ólína Freysteinsdóttir
- Edward Hákon Huijbens
- Sigurjón Jóhannesson
- Jón Þorvaldur Heiðarssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Anna Bragadóttirverkefnastjóri skipulagsmála
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Byggingarsvæði til þróunar að þörfum Búfesti - fyrirspurn
Málsnúmer 2016120094Erindi dagsett 11. desember 2016 þar sem Benedikt Sigurðarson fyrir hönd Búfesti, kt. 560484-0119 leggur inn fyrirspurn um vilyrði fyrir lóðum í eldri hverfum bæjarins eins og Oddeyri, í nánd Miðbæjar, Glerárhverfi og Lundahverfi.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs frekari viðræður við umsækjanda.
Tangabryggja, hafnarsvæði Oddeyri - umsókn um deiliskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2016070040Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna lengingar á Tangabryggju til suðurs. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. nóvember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 11. nóvember og var athugasemdafrestur til 9. desember 2016.
Ein umsögn barst:
1) Norðurorka, dagsett 16. desember 2016.
Á svæðinu eru lagnir allra veitna (vatns-, raf- og fráveitu) nema hitaveitu.
Framkvæmdir Hafnasamlagsins verða að taka mið af því og nauðsynlegt að samlagið gangi frá samningi við Norðurorku um breytingar eða færslu lagna, greiðslu kostnaðar o.s.frv. Sumar af lögnunum eru þjónustulagnir fyrir höfnina sjálfa. Meðfylgjandi er kort.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Umsækjandi gangi frá samningi, samanber umsögn Norðurorku, áður en framkvæmdarleyfi verður gefið út.Davíðshagi 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2016120129Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina Davíðshaga 12:
1. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,69 í 1,0.
2. Lóðarstækkun sem nemur 7 bílastæðum eða 102,5 m².
3. Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,1 m. Meðfylgjandi er mynd.Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að afla nánari upplýsinga hjá umsækjanda.
Goðanes 2 - fyrirspurn
Málsnúmer 2016120084Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar ehf., kt. 630196-3619, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að setja niður segl-/tjaldhús á norðurhluta lóðarinna Goðanesi 2. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara fyrirspurninni.
Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2016100138Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Tillagan er dagsett 5. janúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Skipulagsráð samþykkir að fyrirliggjandi drög verði kynnt íþróttafélögunum á svæðinu og óskað verði skriflegra umsagna þeirra.
Geirþrúðarhagi 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2016110179Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 8. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu. Tillagan er dagsett 11. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Einungis er um að ræða minniháttar hækkun á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2012030262Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan miðar að því að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, með tveimur bílastæðum á lóð.
Skipulagsnefnd samþykkti 20. ágúst 2014 að leita umsagna nágranna og synjaði erindinu 25. febrúar 2015 að þeim fengnum. Hjalti Steinþórsson hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar óskaði eftir endurupptöku málsins. Bæjarráð samþykkti beiðnina 9. apríl 2015.
Skipulagsnefnd heimilaði síðan umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. apríl 2015. Tillagan er dagsett 17. nóvember 2016 og unnin af Arkitektum.Vegna formgalla á fyrri afgreiðslu málsins samþykkir skipulagsráð að grenndarkynna erindið í samræmi við lög og reglugerðir þegar lagfærð tillaga hefur borist.
Oddeyri - rammahluti aðalskipulags
Málsnúmer 2015080022Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt þann 26. október 2016 samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016. Ábendingum var vísað til áframhaldandi vinnu við rammaskipulagið.
Endurskoðuð tillaga að rammahluta aðalskipulags Akureyrar dagsett 16. desember 2016 er lögð fram.Skipulagsráð samþykkir að tillögunni verði breytt til samræmis við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030
Málsnúmer 2015110092Lögð voru fram samantekt sviðsstjóra á umsögnum/athugasemdum við drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda drögin til umsagnar innan bæjarkerfisins.
Lögð fram drög að umhverfisskýrslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 ódagsett.Skipulagsráð vísar málinu til aukafundar 18. janúar 2017.
Samþykktir fastanefnda
Málsnúmer 2016120132Bæjarstjórn samþykkti endurskoðaða samþykkt fyrir skipulagsráð á fundi 3. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar.
Krossaneshagi B-áfangi, endurskoðun deiliskipulags
Málsnúmer 2017010026Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að endurskoðað verði deiliskipulag fyrir Krossaneshaga B-áfanga frá 2003. Mörk svæðisins verði færð til samræmis við skipulagsmörk aðliggjandi svæða.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta endurskoða deiliskipulag Krossaneshaga B-áfanga.
Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting)
Málsnúmer 2017010025Þann 1. janúar 2017 tóku gildi lög nr. 67/2016 um breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting), ásamt nýrri reglugerð um sama efni.
Lagt fram til kynningar.
Landsnet - mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3
Málsnúmer 2016120162Erindi dagsett 16. desember 2016 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. upplýsir landeigendur á fyrirhugaðri línuleið Hólasandslínu 3 um vinnu við mat á umhverfisáhrifum. Drög að matsáætlun fylgja og óskað er eftir athugasemdum við drögin fyrir 18. janúar 2017.
Akureyrarbær leggur áherslu á að metnar verði tvær leiðir jarðstrengja milli Rangárvalla og Vaðlaheiðar. Annars vegar upphafleg tillaga Landsnets og hins vegar leið sem byggir á samnýtingu strengleiðar og reiðstíga.
Sjafnarnes 2 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2017010038Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjafnarnes. Gert er ráð fyrir annarri steypustöð og efnisgeymslum meðfram Sjafnarnesinu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Strandgata 27 - fyrirspurn
Málsnúmer 2016120095Erindi móttekið 9. desember 2016 þar sem Birgir Þ. Jóhannsson fyrir hönd Gömlu húsanna ehf., kt. 510716-1160, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir viðbyggingu við Strandgötu 27, byggingarár 1879. Meðfylgjandi er afstöðumynd og ljósmyndir.
Þar sem húsið fellur undir aldursákvæði laga um menningarminjar, krefjast allar breytingar samþykkis Minjastofnunar Íslands.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið að því fengnu. Umsækjanda er heimilað að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi.Glerárvirkjun II, stöðvarhús - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2016120105Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Breytingin felst í að byggingarmagn verði aukið, hámarkshæð hækkuð og bílastæði stækkað.
Skipulagsráð óskar eftir frekari upplýsingum.
Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis
Málsnúmer 2016020053Drög að deiliskipulagi Hríseyjar - hafnar- og miðsvæðis var kynnt 1. desember 2016 samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni í Hrísey. Kynningarfundur var haldinn 8. desember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 30. desember 2016.
Tvær ábendingar bárust:
1) Eigendur Ægisgötu 9, dagsett 8. desember 2016.
Óskað er eftir að efri hæð verbúðarinnar verði skilgreind sem frístundahús.
2) Norðurorka, dagsett 14. desember 2016.
Norðurorka hefur á vinnslustigi málsins komið að ábendingu vegna dælustöðvar fráveitu og er gert ráð fyrir lóð undir hana í tillögunni.
Hver staðsetning dælustöðvarinnar verður innan lóðar er ekki gott að segja þegar nánari hönnun hefur ekki farið fram. Æskilegt væri að hafa opnari skilmála um að stöðin geti ef á þarf að halda verið sunnar á lóðinni. Á fundinn kom Ómar Ívarsson frá Landslagi.Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir komuna og frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera drög að svörum við ábendingum.
Nökkvi, bátaskýli og þjónustuhús - fyrirspurn
Málsnúmer 2016120123Erindi dagsett 16. desember 2016, þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir samþykki/umsögn skipulagsnefndar á tillögum af nýju bátaskýli og þjónustuhúsi Nökkva við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar.
Meirihluti skipulagsráðs tekur jákvætt í tillögurnar. Húsið er stakstætt og telst því ekki í ósamræmi við aðliggjandi byggð.
Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu erindisins.
Edward Hákon Huijbens V-lista og Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista óska bókað að þeir telji húsið mjög stórt og í ósamræmi við aðliggjandi byggð.Jarðskjálftamælir - Hrísey
Málsnúmer 2016120127Erindi dagsett 16. desember 2016 þar sem Bjarni Gautason f.h. ÍSOR, kt. 600503-4050, sækir um leyfi til að setja upp jarðskjálftamæli í Hrísey. Skipulagsstjóri veitti bráðabirgðaleyfi þann 19. desember 2016.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu jarðskjálftamælis í Hrísey. Umsækjandi skal vera í samráði við hverfisráð Hríseyjar við nákvæma staðsetningu og uppsetningu búnaðarins.
Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu
Málsnúmer 2012060072Erindi dagsett 5. janúar 2017 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. júní til 25. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.
Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.Þrumutún 8 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu
Málsnúmer 2016090037Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8. Skipulagsnefnd heimilaði að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði grenndarkynnt á fundi 12. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 17. október með athugasemdafresti til 15. nóvember 2016.
Ein athugasemd barst:
a) Hjörvar Maronsson og Tinna Lóa Ómarsdóttir, dagsett 15. nóvember 2016.
Þau samþykkja ekki fyrirhugaðan sólskála nema með því skilyrði að sólskálinn verði ekki yfir efri brún á glugga hússins þar sem fyrirhugaður sólskáli á að rísa. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.Skipulagsráð telur að hugmyndir að fyrirhugaðri viðbyggingu falli að innkominni athugasemd.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.Melgerði 1 og 2 - umsókn um breytingu á lóð
Málsnúmer 2017010048Erindi dagsett 30. nóvember 2016 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. eigenda Melgerðis 1 og 2 óskar eftir lóðarstækkun og byggingarreitum fyrir vinnustofu og bílskúra.
Skipulagsráð vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags Melgerðisáss.
Halldóruhagi 5 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120161Erindi dagsett 22. desember 2016 þar sem Hrafn Jónasson sækir um lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Elísabetarhagi 2 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120157Erindi dagsett 22. desember 2016 þar sem Jóhann Þórðarson fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um lóð nr. 2 við Elísabetarhaga, til vara Geirþrúðarhaga 4. Meðfylgjandi er yfirlýsing Arion banka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Geirþrúðarhaga 4 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120158Erindi dagsett 22. desember 2016 þar sem Magnús Guðjónsson fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga, til vara Geirþrúðarhaga 6. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Geirþrúðarhagi 6 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120154Erindi dagsett 21. desember 2016 þar sem Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 6 við Geirþrúðarhaga, til vara Kristjánshaga 4. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120152Erindi dagsett 21. desember 2016 þar sem Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr.4 við Geirþrúðarhaga, til vara Elísabetarhaga 1. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Kristjánshagi 4 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120155Erindi dagsett 21. desember 2016 þar sem Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 4 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem aðeins barst ein umsókn um lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Elísabetarhagi 1 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120156Erindi dagsett 21. desember 2016 þar sem Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 1 við Elísabetarhaga, til vara Kristjánshaga 4. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Elísabetarhagi 1 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120059Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 1 við Elísabetarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Kjarnagata 51 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120056Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem aðeins barst ein umsókn um lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Kjarnagata 53 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120058Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 53 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem aðeins barst ein umsókn um lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Halldóruhagi 5 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120120Erindi dagsett 14. desember 2016 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 5 við Halldóruhaga, til vara lóð nr. 3 við Geirþúðarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Geirþrúðarhagi 3 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120121Erindi dagsett 14. desember 2016 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 3 við Geirþrúðarhaga, til vara lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Elísarbetarhagi 2 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120128Erindi dagsett 19. desember 2016 þar sem Jón Páll Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 2 við Elísabetarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Geirþrúðarhagi 3 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120130Erindi dagsett 19. desember 2016 þar sem Sigurgeir Svavarsson fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. sækir um lóð nr. 3 við Geirþrúðarhaga. Til vara er sótt um lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar erindinu.
Jaðarsíða 17-23 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2016120122Erindi dagsett 14. desember 2016 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem aðeins barst ein umsókn um lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016
Málsnúmer 2016010020Fundargerð dagsett 8. desember 2016. Lögð var fram fundargerð 612. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016
Málsnúmer 2016010020Fundargerð dagsett 15. desember 2016. Lögð var fram fundargerð 613. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016
Málsnúmer 2016010020Fundargerð dagsett 22. desember 2016. Lögð var fram fundargerð 614. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.