Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 865
- Kl. 12:30 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 865
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Hulduholt 21 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022050639Erindi dagsett 12. maí 2022 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd Arnar Dúa Kristjánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Hauksson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Lyngholt 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu
Málsnúmer 2022050698Erindi dagsett 13. maí 2022 þar sem Kári Magnússon sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 9 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Norðurtangi 1 - umsókn um byggingarleyfi, starfsmannaaðstaða
Málsnúmer 2022010634Erindi dagsett 12. janúar 2022 þar sem Gunnar Stefán Larsen fyrir hönd Hampiðjunnar Ísland ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 1 við Norðurtanga. Fyrirhugað er að innrétta verslunarrými á jarðhæð og útbúa starfsmannaaðstöðu á annarri hæð. Brunavarnir verða skilgreindar að nýju. Innkomnar nýjar teikningar 20. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Þórunnarstræti 114 - umsókn um fjölgun í fjórar íbúðir
Málsnúmer 2022042298Erindi dagsett 12. apríl 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Libertas ehf. sækir um leyfi til að breyta húsi nr. 114 við Þórunnarstræti í fjórar íbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 22. maí 2022
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Ystibær-Miðbær 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi
Málsnúmer 2022031064Erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Skuggsjár sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 24. maí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Tryggvabraut 24 - umsókn um úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2022051532Erindi dagsett 25. maí 2022 þar sem Tryggvabraut 24, húsfélag sækir um úrtak úr kantsteini við hús nr. 24 við Tryggvabraut, Furuvallamegin.
Byggingarfulltrúi samþykkir úrtak fyrir bílastæði samkvæmt samþykktum aðalteikningum með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.
Brekkugata 1B - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum, verslun og samkomustaður
Málsnúmer 2022051459Erindi dagsett 24. maí 2022 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Muga sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1B við Brekkugötu. Fyrirhugað er að koma fyrir þakglugga á suðurhlið og á 1. hæð innrétta verslun og samkomusal. Við aðalinngang verður komið fyrir rampi með handriði.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Dalsbraut 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma
Málsnúmer 2022051258Erindi dagsett 20. maí 2022 þar sem Knattspyrnufélag Akureyrar óskar eftir leyfi til að færa gáma sem eru á Akureyrarvelli á endurnýjaðan gervigrasvöll á svæði KA á meðan á uppbyggingu stendur. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.