Bæjarráð - 3773
- Kl. 08:15 - 10:00
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3773
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Heimir Örn Árnason
- Hlynur Jóhannsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Málfríður Stefanía Þórðardóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki
Málsnúmer 2021030524Lagður fram viðauki 3.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - tímaáætlun
Málsnúmer 2022042596Lögð fram ný tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 16. júní sl. og var afgreiðslu þess þá frestað.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tímaáætlun.
Samþykkt fyrir bæjarráð og starfsáætlanir
Málsnúmer 2022060961Kynning á samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrarbæjar og starfsáætlunum sviða.
Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs, Dan J. Brynjarsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.Fylgiskjöl
Listasafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í listasafnsráð 2022
Málsnúmer 2022060929Skipun fulltrúa í Listasafnsráð Listasafnsins á Akureyri.
Bæjarráð skipar Heimi Örn Árnason í Listasafnsráð Listasafnsins.
Minjasafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn 2022
Málsnúmer 2022060775Skipun fulltrúa í stjórn Minjasafnsins á Akureyri - 3 aðalmenn og 3 til vara.
Bæjarráð skipar Gunnar Gíslason, Ólöfu Andrésdóttur og Sigfús Karlsson sem aðalmenn í stjórn Minjasafnsins og Þorstein Kristjánsson, Brynju Þorsteinsdóttur og Gunnar Má Gunnarsson sem varamenn.
Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2022-
Málsnúmer 2022030931Erindi dagsett 14. júní 2022 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 29. júní nk. kl. 14:30 í húsakynnum félagsins að Katrínartúni 4 í Reykjavík.
Bæjarráð felur Árna Konráði Bjarnasyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Norðurgata 3-7 - hugmyndir að uppbyggingu
Málsnúmer 2020110104Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. júní 2022:
Allt frá árinu 2019 hefur verið unnið að því skoða hvernig standa megi að uppbyggingu á lóðunum Norðurgötu 5-7 og enduruppbyggingu lóðarinnar Norðurgötu 3. Að mati skipulagsráðs hefur ein meginforsenda málsins verið að spennistöð á svæðinu verði fjarlægð og ný stöð byggð í stað hennar á öðrum stað. Nú hefur tekið gildi deiliskipulagsbreyting fyrir nýja spennistöðvarlóð við Strandgötu og er því hægt að hefja undirbúning að niðurrifi núverandi spennistöðvar í samráði við Norðurorku og jafnframt hefja undirbúning að byggingu nýrrar stöðvar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að hafinn verði undirbúningur að niðurrifi spennistöðvar í Norðurgötu í samvinnu við Norðurorku, byggt á meðfylgjandi tillögu að kostnaðarskiptingu. Í henni felst einnig að Norðurorka afhendi Akureyrarbæ núverandi spennistöðvarlóð við Norðurgötu og fái í staðinn lóð við Strandgötu til uppbyggingar á nýrri spennistöð. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarlögmann og Norðurorku.Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur við færslu spennistöðvar í Norðurgötu í samvinnu við Norðurorku og að kostnaðartölur verði uppfærðar. Jafnframt felur bæjarráð sviðstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
Nám í tæknifræði á háskólastigi
Málsnúmer 2022042563Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla um fyrirhugað tæknifræðinám við Háskólann á Akureyri.
Bæjarráð fagnar því að nám í tæknifræði á háskólastigi sé að verða að veruleika við Háskólann á Akureyri.
Öryggisþjónusta - kortlagning, greining og stefna - boð um þátttöku í samráði - mál nr. 99-2022
Málsnúmer 2022060897Lagt fram boð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um þáttöku í samráði vegna máls nr.99/2022 - "Öryggisþjónusta - kortlagning, greining og stefna". Umsögn skal send inn á samráðsgátt og umsagnarfrestur er til og með 5. ágúst 2022.
Guðrún Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessu lið.Bæjarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs að semja umsögn vegna "Öryggisþjónustu - kortlagningu, greiningu og stefnu" og senda í samráðsgátt.
Fylgiskjöl
Öryggisþjónusta - frumvarp um öryggisráðstafanir og öryggisvistun - mál 100-2022 - í samráðsgátt
Málsnúmer 2022060888Lögð fram drög að frumvarpi til laga um öryggisráðstafanir og öryggisvistun fullorðinna einstaklinga með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir, sem hafa verið birt í samráðsgátt. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 5. ágúst 2022.
Guðrún Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessu lið.Bæjarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur, bæjarlögmanni að semja umsögn vegna frumvarps til laga um öryggisráðstafanir og öryggisvistun fullorðinna einstaklinga með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir, og senda í samráðsgátt.
Fylgiskjöl
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2022
Málsnúmer 2022011072Lögð fram til kynningar fundargerð 38. fundar stjórnar SSNE dagsett 8. júní 2022.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið SSNE og furðar sig á því að framlag ríkisvaldsins til landshlutasamtaka og sóknaráætlana landshlutanna lækki verulega. Sérstaklega í ljósi þess að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram með skýrum hætti að unnið verði að eflingu sóknaráætlana og landshlutasamtaka. Bæjarráð hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða afstöðu sína.
Fylgiskjöl