Framkvæmdaráð - 267
- Kl. 09:30 - 12:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 267
Nefndarmenn
- Oddur Helgi Halldórssonformaður
- Helgi Snæbjarnarson
- Sigríður María Hammer
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Sigfús Arnar Karlsson
- Bjarni Sigurðssonáheyrnarfulltrúi
- Guðgeir Hallur Heimissonáheyrnarfulltrúi
- Kristín Þóra Kjartansdóttiráheyrnarfulltrúi
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Jón Birgir Gunnlaugssonforstöðumaður umhverfismála
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
- Bergur Þorri Benjamínssonfundarritari
Umhverfisátak
Málsnúmer 2012080082Mál tekið fyrir að nýju. Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir innkomnar tillögur og hugmyndir sem komu bæði frá íbúum og hverfisnefndum sveitarfélagins.
<DIV>Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir framlagðar tillögur með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Sigfúsar Arnars Karlssonar B-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Sigfús Arnar Karlsson B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:</DIV><DIV>Því miður sjáum við okkur ekki fært að samþykkja annars ágætar tillögur í Umhverfisátaki - 150 ára afmælisgjöf 2013. Ástæðan er sú að við teljum að þau vinnubrögð meirihlutans um einhliða ákvörðun á ráðstöfun 20% fjárveitingarinnar sé óásættanleg í framkvæmdir hjá Siglingaklúbbnum Nökkva. Eðilegt er að sú framkvæmd rúmist innan framkvæmdaáætlunar bæjarins. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Meirihluti framkvæmdaráðs telur að framkvæmdir við fegrun strandlengjunnar frá Höepfnersbryggju að Leiruvegi falli vel undir umhverfisátakið.</DIV>
Hundasvæði innan bæjarmarka
Málsnúmer 2013040212Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi 10:10.
Erindi frá Maríu Björk Guðmundsdóttur formanns Félags hundaeigenda á Akureyri dags. 19. apríl sl. um staðsetningu á hundasvæði innan bæjarmarkanna.\nJón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti tillögu að staðsetningu á hundasvæði milli Dalsbrautar og Borgarbrautar við Norðurslóðir.
<DIV>Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með framkoma tillögu að staðsetningu og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu.</DIV>
Hundaleyfisgjöld - afsláttur fyrir félaga í FHA ofl.
Málsnúmer 2013040213Erindi frá Maríu Björk Guðmundsdóttur formanni Félags hundaeigenda á Akureyri dags. 19. apríl sl. um hugsanleg afsláttarkjör á hundaleyfisgjöldum til þeirra sem gerast félagar í Félagi hundaeigenda á Akureyri.
<DIV><DIV>Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu.</DIV></DIV>