Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 639
- Kl. 13:00 - 13:30
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 639
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill byggingarfulltrúa
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Halldóruhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017070007Erindi dagsett 3. júlí 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Hrafns Jónassonar sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hjallalundur 5c - umsókn um leyfi fyrir lokun svala
Málsnúmer 2017070046Erindi dagsett 7. júlí 2017 þar Anna Guðrún Bjarkadóttir sækir um leyfi til að loka svölum með gleri í íbúð sinni nr. 5c í Hjallalundi.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum og gögnum um málið. Jafnframt er bent á grein 9.6.17. í byggingarreglugerð sem fjallar um kröfur til svalaskýla.
Hofsbót 4 - eign 0201 skipt í 0201 og 0203
Málsnúmer 2017070053Erindi dagsett 6. júlí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd ATS eigna ehf. og Lykileigna ehf. sækir um leyfi til að aðskilja rými 0201 í tvö rými, þ.e. 0201 og 0203. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hrísalundur 3 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017010240Erindi dagsett 17. janúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Brauðgerðar Kr. Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi á húsi nr. 3 við Hrísalund. Sótt er um að stækka móttöku á suðurhlið í vestur og bæta við rými á austurhlið fyrir grindarþvott.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Óseyri 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús
Málsnúmer 2017070060Erindi dagsett 12. júlí 2017 þar sem Alma Sif Stígsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 60 fermetra sumarhús á lóð nr. 1 við Óseyri. Óskað er eftir leyfi í 1 ár, frá 25. júlí 2017. Meðfylgjandi er samþykki eiganda Óseyrar 1.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
Stekkjartún 32-34 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017060025Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf. sækir um byggingarleyfi á fjölbýlishúsi á lóð nr. 32-34 við Stekkjartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017020173Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 7. júlí 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Strandgata 31 - umsókn um breytingar á 1. og 2. hæð og stiga á vesturgafl
Málsnúmer 2017020010Erindi dagsett 15. maí 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum til að setja upp geymslur á 1. hæð húss nr. 31 við Strandgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.