Velferðarráð - 1237
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1237
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirframkvæmdastjóri
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Jón Hrói Finnssonframkvæmdastjóri búsetudeildar
- Kristbjörg Björnsdóttirfundarritari
Almennar íbúðir - lög nr. 52/2016
Málsnúmer 2016060056Lögð fram bókun bæjarráðs frá 29. september 2016 um skipun verkefnahóps um aðkomu Akureyrarbæjar að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir.
Lögin má finna á netslóðinni http://www.althingi.is/altext/145/s/1437.html.
Fylgiskjöl
Framkvæmdaáætlun í búsetumálum fatlaðs fólks 2016
Málsnúmer 2016100017Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti vinnu við framkvæmdaáætlun í búsetumálum fatlaðs fólks.
Velferðarráð felur framkvæmdastjórum búsetu- og fjölskyldudeildar að vinna málið áfram. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.
Undanþága frá reglum um leiguhúsnæði 2016 - áfrýjanir
Málsnúmer 2016100006Fyrir liggur erindi vegna undanþágu frá reglum um leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.
Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.Erindið og afgreiðsla þess eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Starfsáætlanir með fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 2016090099Þessum lið var frestað á síðasta fundi og framkvæmdastjórum búsetudeildar, fjölskyldudeildar og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar falið að vinna að gerð starfsáætlana og leggja þær fram á næsta fundi velferðarráðs.
Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlunum deilda fyrir árið 2017 sem unnin eru samhliða gerð tillagna að fjárhagsáætlun sama árs.Sjúkrahúsið á Akureyri - þjónusta öldrunarlækna
Málsnúmer 2013120021Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram til kynningar samning milli ÖA og Sjúkrahússins á Akureyri um læknisþjónustu. Í samningnum er fyrri samningur aðila frá 1. september 2014 framlengdur til þriggja ára.
Fylgiskjöl
CONNECT - verkefnið
Málsnúmer 2014060231Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi stuttlega frá vinnufundi í Connect verkefninu. Fundurinn var haldinn í Osló dagana 21.- 23. september sl. og sóttu fundinn fulltrúar 10 sveitarfélaga á Norðurlöndunum sem sérstaklega vinna með velferðartækni.
Á fundinum var unnið með verkfæri eða þrep sem eiga að nýtast við skipulagningu og innleiðingu velferðartækni. Jafnfram voru lögð drög að kynningarfundum sem haldnir verða í öllum sveitarfélögunum í byrjun næsta árs. Áætlað er að fundirnir verði í Reykjavík og á Akureyri í maí 2017.Notendaráð í málaflokki fatlaðra
Málsnúmer 2016050124Óskað hefur verið eftir tilnefningum í notendaráð í málaflokki fatlaðra. Velferðarráð þarf að tilnefna sinn fulltrúa í ráðið.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Umfjöllun um málið frestað til næsta fundar.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 15:55.
Fjölskyldudeild - sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla
Málsnúmer 2016100003Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla fór yfir stöðuna í sérfræðiþjónustunni og lagði fram minnisblað dagsett 5. október 2016.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.
Fylgiskjöl
Fjölskyldudeild - barnavernd
Málsnúmer 2016100002Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar fór yfir stöðuna í barnavernd og kynnti minnisblað dagsett 5. október 2016.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.Fylgiskjöl