Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 908
23.03.2023
Hlusta
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 908
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Hrísalundur 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023011213Erindi dagsett 23. janúar 2023 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Samkaupa sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss að Hrísalundi 5. Innkomnar nýjar teikningar 14. mars 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hafnarstræti 16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023020889Erindi dagsett 17. febrúar þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi í húsi nr. 16 við Hafnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 23. mars 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hvolf - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023010117Erindi dagsett 3. janúar 2023 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Helgu Bjargar Jónasardóttur sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir byggingu kúluhúss á steyptum kjallara. Innkomnar nýjar teikningar 22. mars 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.