Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 816
- Kl. 13:00 - 14:20
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 816
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonverkefnastjóri
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020030607Erindi dagsett 28. maí 2021 frá Orra Árnasyni þar sem hann fyrir hönd TB24 ehf. og Efniviðar ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af húsinu nr. 24 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Matthíasarhagi 13 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021040446Erindi dagsett 9. apríl 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kistu Byggingarfélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 13 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Innkomið 31. maí 2021 samkomulag við lóðarhafa Steindórshaga 9-15.Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Austurvegur 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og breytingum á íbúðarhúsi
Málsnúmer 2021050502Erindi dagsett 11. maí 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Teits Bjögvinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 11 við Austurveg og breytingum á innra skipulagi núverandi íbúðarhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Innkomnar nýjar teikningar 26. maí 2021.Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Höfðahlíð, Glerárskóli - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2021050966Erindi dagsett 20. maí 2021 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Glerárskóla við Höfðahlíð.
1. Á spennistöð Norðurorku í kjallara,
2. stálútihurð komið fyrir í hurðargati B-álmu,
3. glugga- og hurðaop í tengibyggingu milli A- og B-álmu verður stækkað til að koma fyrir útihurð,
4. opnu rými undir austurinngangi tengibyggingar verður lokað með gönguhurð,
5. stálhandrið við kjallaratröppur og tröppur upp á aðalhæð og stétt við austurhluta verður endurnýjað.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Móasíða 1B - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi
Málsnúmer 2021050993Erindi dagsett 20. maí 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1B við Móasíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Goðanes 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021051275Erindi dagsett 26. maí 2021 þar sem Björn Guðbrandsson fyrir hönd Festingar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 12 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björn Guðbrandsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Kotárgerði 29 - umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskýli
Málsnúmer 2021051306Erindi dagsett 26. maí 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir svalalokun/sólstofu við hús nr. 29 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.