Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 970
- Kl. 13:00 -
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 970
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
Geislagata 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024030882Erindi dagsett 18. mars 2024 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytingar á áður samþykktum flóttastiga á húsi nr. 9 við Geislagötu. Innkomin uppfærð gögn eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Þingvallastræti 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2024010742Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd G.M.Í. ehf, sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Þingvallastræti. Óskað er eftir að byggja vinnustofu. Innkomin gögn eftir Ívar Hauksson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024051106Erindi dagsett 21. maí 2024 þar sem Kári Magnússon f.h. Slippsins Akureyri ehf. sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 20 við Hjalteyrargötu. Innkomin gögn eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Norðurtangi 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2024051806Erindi dagsett 31. maí 2024 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Rafeyrar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu við hús nr. 5 við Norðurtanga. Innkomin gögn eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Bjarkarlundur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024051455Erindi dagsett 27. maí 2024 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Áskels Viðars Bjarnasonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Bjarkarlund. Innkomin gögn eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Þingvallastræti 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024060552Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Björn Sveinsson f.h. Sigurðar Halldórssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi í stað þess sem stendur á lóð nr. 36 við Þingvallastræti. Innkomin gögn eftir Björn Sveinsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Naust 2 - umsókn um byggingarleyfi - niðurrif
Málsnúmer 2024040830Erindi dagsett 17. apríl 2024 þar sem Akureyrarbær sækir um niðurrif á húsum að Naustum 2.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki bygginganna verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. mannvirkjalaga.
Strandgata 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2024050541Erindi dagsett 10. maí 2024 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson f.h. Strandgötu 1 ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 1 við Strandgötu. Innkomin gögn eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.