Umhverfis- og mannvirkjaráð - 27
- Kl. 08:15 - 10:45
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 27
Nefndarmenn
- Eiríkur Jónssonvaraformaður
- Óskar Ingi Sigurðsson
- Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun 2018 - umhverfis- og mannvirkjasvið
Málsnúmer 2017050203Lagt fram minnisblað dagsett 21. febrúar 2018 vegna nýframkvæmdaverkefna í umhverfismálum árið 2018.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framkvæmdaáætlun samkvæmt framlögðum gögnum.
AkvaFuture 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 2018010406Erindi dagsett 24. janúar 2018 frá Skipulagsstofnun þar sem kemur fram að AkvaFuture hafi sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun um 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði. Óskað er eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um tillöguna í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 12. febrúar 2018.
Einnig lagt fram minnisblað dagsett 22. febrúar 2018 vegna málsins.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar sem er áætlaður 2. mars 2018.
Óskar Ingi Sigurðsson vék af fundi kl. 9:40.
Lífdísill - Orkey ehf óskar eftir viðræðum vegna kaupa á lífdísli til malbiksframleiðslu og íblöndurnar á strætó
Málsnúmer 2018020410Lagt fram erindi frá Orkey ehf dagsett 8. febrúar 2018 vegna beiðni um viðræður við Akureyrarkaupstað um kaup á lífdísli til malbiksframleiðslu og íblöndunar á strætó.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð er jákvætt fyrir því að auka notkun á lífdísli og felur forstöðumanni umhverfismiðstöðvar að fara í viðræður við Orkey ehf.
Compact of Mayors - verkefni umhverfis- og mannvirkjasviðs
Málsnúmer 2018020409Lagt fram erindi frá Vistorku ehf dagsett 18. janúar 2018 vegna kolefnishlutlausrar Akureyri og þátttöku Akureyrarkaupstaðar í Compact of Mayors.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar sem áætlaður er 2. mars 2018.
Festa og lofslagsmarkmið
Málsnúmer 2018020427Lögð fram kynning á FESTA Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í loftlagsmálum og boð þess um aðild Akureyrarkaupstaðar.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar sem áætlaður er 2. mars 2018.
Restart Ísland - styrkbeiðni
Málsnúmer 2018020411Lagt fram erindi frá Restart Ísland hópnum dagsett 11. janúar 2018 vegna beiðni um styrkveitingu að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.
Naustaborgir - reiðleiðir
Málsnúmer 2018020420Lagt fram skilamat fyrir framkvæmdina dagsett 22. febrúar 2018.
Drottningarbrautarstígur - Leikhúsbrú
Málsnúmer 2017100322Lagt fram minnisblað 3 dagsett 21. febrúar 2018 vegna opnunar tilboða í smíði brúarinnar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Guðmund Guðlaugsson.
Naustaskóli 6. áfangi - lóð
Málsnúmer 2017020140Lögð fram stöðuskýrsla 2 dagsett 21. febrúar 2018.
Verkfundargerðir 2018
Málsnúmer 2018010235Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Drottningarbrautarstígur Leikhúsbrú: 1. verkfundur dagsettur 13. desember 2017.
Klettaborg íbúðakjarni: 16. fundur verkefnisliðs dagsettur 22. janúar 2018.
Listasafn endurbætur: 14.- 16. verkfundur dagsettir 18. janúar, 1. og 15. febrúar 2018.
Naustahverfi Hagar: 1. verkfundur dagsettur 24. janúar 2018.