Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 17. október með athugasemdarfresti til 28. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun. \nTvær athugasemdir bárust:\n1) Landslög f.h. SS-Byggis ehf. dagsett 28. nóvember 2012.\nSkipulagsbreytingunni er mótmælt þar sem með henni er leitast við að klæða ólögmæta innheimtu gatnagerðargjalda í lögmætan búning hvað varðar byggingarsvæði Hálanda. Sjá nánar í bréfi.\n2) Hörgársveit, dagsett 28. nóvember 2012.\nEkki er gerð athugasemd við breytingartillöguna að öðru leyti en því að sveitarfélagamörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar séu ekki rétt dregin á uppdráttum.\nInnkomnar umsagnir:\nBréf Umhverfisstofnunar dagsett 9. október 2012 vegna skipulagslýsingar og aðalskipulagsbreytingar. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsingu og auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.\nÍ bréfi Skipulagsstofnunar dagsett 3. október 2012 er ekki gerð athugasemd við að breytingin verði auglýst en vakin athygli á að skoða þarf samræmi við lög nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.\nEkki barst umsögn frá Eyjafjarðarsveit.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Svör við athugasemdum:</DIV><DIV>1) Sjá svar við athugasemdinni í meðfylgjandi skjali merktu "Landslög, SS-Byggir - svör við athugasemdum dags. 16.1.2013".</DIV><DIV>2) Samkvæmt upplýsingum í minnisblaði dagsettu 15. mars 2010 frá Landmælingum Íslands eru sveitarfélagamörk Hörgársveitar og Akureyrarkaupstaðar leiðrétt í samræmi við ákvæði er koma fram í lögum nr. 107/1954 en þar er tilgreint að mörkin skulu vera við norðurmörk jarðanna Ytra-Krossaness, Grænhóls, Mýrarlóns og Hrappstaða (sjá viðhengi "Hörgársveit_11032010.pdf"). Á grundvelli þessara gagna samþykkir skipulagsnefnd breytingu á sveitarfélagamörkunum.</DIV><DIV>Eftir auglýsingartíma voru þéttbýlismörk norðan Hlíðarfjallsvegar færð að hluta til ofar í hlíðina þannig að þau fylgja nú fjallsgirðingu til norðurs.</DIV><DIV>Niðurstaða:</DIV><DIV>Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Skipulagslýsing var kynnt með auglýsingu í Dagskránni þann 17. október 2012. Lýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. \nÞrjár umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar bárust:\n1) Skipulagsstofnun, dagsett 26. október 2012.\nEkki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna. Bent er á að í breytingartillögunni þarf að gera grein fyrir þéttleika og yfirbragði byggðar og að komu að nýju lóðunum. Minnt er á að gera þarf grein fyrir áhrifum á umhverfið.\n2) Umhverfisstofnun, dagsett 30. október 2012.\nÍ tillögunni ættu að koma fram upplýsingar um hljóðmengun og varnir. Einnig ætti að gera grein fyrir hvernig svæðið hefur nýst og hvert sú notkun færist.\n3) Norðurorka, dagsett 6. nóvember 2012.\nAthygli er vakin á mörgum lögnum samsíða Borgarbraut. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við deiliskipulagið þegar þar að kemur með tilliti til kostnaðar af verkinu o.fl.\nAðalskipulagsbreytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með auglýsingu í Dagskránni 31. október 2012 og var tillagan aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar.\nAðalskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 28. nóvember 2012 með athugasemdarfresti til 9. janúar 2013. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Tillagan var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.\nUmsagnir bárust frá:\nSkipulagsstofnun, bréf dagsett 17. janúar 2013 (barst eftir afgreiðslu skipulagsnefndar) þar sem ekki er gerð athugasemd við umhverfisskýrslu.\nUmhverfisstofnun, bréf dagsett 14. janúar 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingartillöguna.\nEngin athugasemd barst á auglýsingartíma.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Giljahverfsis var auglýst frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Samhliða var auglýst breytingarblað um deiliskipulag Borgarbrautar-Vestursíðu dagsett 27. október 2012. \nAuglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu auk þess sem þær voru aðgengilegar á heimasíðu skipulagsdeildar í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.\n8 athugasemdir bárust og er útdráttur úr þeim í fylgiskjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 16.1.2013". Þar er einnig að finna innkomnar umsagnir.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðslu frestað.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut-Súluveg, dagsetta í janúar 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. \nSkipulagslýsingin gildir bæði fyrir aðalskipulagsbreytingu svæðisins, sjá málsnr. 2012110148 og deiliskipulag svæðisins, sjá málsnr. 2012070028.
<DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.</DIV></DIV></DIV>
Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.\n32 athugasemdir bárust og eru 29 af þeim samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013".\nTillögur dagsettar 7. desember 2012 frá Formi ehf. sem samþykktar voru 12. desember s.l. um leiðir til að tryggja enn frekar öryggi barna sem leið eiga um svæðið hafa verið innfærðar inn á uppdrátt. Að öðru leyti er vísað í tillögurnar vegna nánari útfærslu.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar svör við athugasemdum í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013". </DIV><DIV>Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna og ítrekar fyrri bókun. </DIV><DIV>Niðurstaða: </DIV><DIV>Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 13. desember 2012 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Bústólpa ehf. sækir um stækkun byggingarreits við núverandi verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði Bústólpa á lóð með landnr. 149132 við Oddeyrartanga í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt nr. U24.002 frá Verkís hf.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 13. desember 2012 frá Hjalta Jóni Sveinssyni þar sem hann f.h. Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, óskar eftir að gert verði deiliskipulag af lóð skólans við Hringteig 2 vegna mögulegrar stækkunar hans.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að deiliskipulagi lóðar VMA og næsta nágrennis í samráði við forsvarsmenn VMA.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 4. janúar 2013 frá Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra Hörgársveitar þar sem lögð er fram lýsing á deiliskipulagsverkefni fyrir þéttbýlið á Lónsbakka.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna sem slíka en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á auglýsingartíma.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Mýrarveg var grenndarkynnt 7. desember 2012 með athugasemdafresti til 4. janúar 2013.\nEngin athugasemd barst.
<DIV><P>Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.</P></DIV>
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins vegna leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við viðauka í greinargerð um fjölda íbúða. Einnig er gerð tillaga um fjögur bílastæði innan lóðar. \nTillagan er unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf. og er dagsett 16. janúar 2013.
Erindi dagsett 10. desember 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf, óskar eftir að fyrirtækinu verði úthlutað svæði sem skilgreint er sem "opið svæði til sérstakra nota" í aðalskipulagi, í efri hluta Naustahverfis við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Erindi dagsett 18. desember 2012 þar sem Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framleiðsla GPO ehf. á olíu úr plasti á lóð við Súluveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Einnig er óskað eftir að fram komi í umsögninni hvaða leyfum framkvæmdin er háð hvað varðar starfssvið umsagnaraðila.
Erindi dagsett 18. desember 2012, þar sem eigendur Fjölnisgötu 6A: Félag málmiðnaðarmanna, Girðingarvinna, Prís ehf., Múriðn ehf., Fjölnir ehf. og Dexta orkutæknilausnir ehf. sækja um stækkun lóðar í átt að Fjölnisgötu 4A. \nMeðfylgjandi eru teikningar og umsókn.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis vegna stækkunar lóðar Urðargils 22 um 5 m til suðvesturs til samræmis við lóðarstækkun Urðargils 20 og 24. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf. og er dagsett 9. janúar 2013.
Erindi dagsett 7. janúar 2013 frá Jónasi V. Karlessyni þar sem hann fyrir hönd Norðurorku hf. óskar eftir, samhliða breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis í Glerárdal sem nú stendur yfir, að gert verði ráð fyrir lóð vegna fyrirhugaðra vatnsgeyma Norðurorku hf. í samræmi við meðfylgjandi tillögu um stærð lóðar og afmörkun.\nGert er ráð fyrir að framkvæmdir við 2.000 m³ vatnsgeymi ásamt lokahúsi á þessu svæði geti hafist nú í sumar.
Erindi dagsett 14. nóvember 2012, þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Sigmundar Kristbergs Magnússonar sækir um leyfi fyrir byggingu bílgeymslu á lóð nr. 1 við Holtagötu, var grenndarkynnt frá 30. nóvember með athugasemdafresti til 27. desember 2012.\nEngin athugasemd barst.
<DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd heimilar byggingu bílgeymslu á lóðinni og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst. </DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 1. nóvember 2012 frá Kristjáni Helgasyni f.h. Íbúasamtaka Innbæjarins þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd umferðarmælinga og talningar svo og um niðurstöður umferðamælinga í Innbænum. Einnig er ítrekað að skilti á horni Aðalstrætis og Drottningarbrautar byrgi ökumönnum sýn og óskað er eftir úrbótum á því. Þá er óskað eftir þungatakmörkunum í Lækjargili á sambærilegan hátt og gert hefur verið við Spítalaveg.
Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar 13. desember 2012 erindi úr viðtalstíma þar sem Hólmfríður S. Haraldsdóttir, Hamarstíg 32, óskar eftir að svæðið í kringum neðsta hluta Glerár verði klárað og að þar verði gerðar gönguleiðir, sem síðan yrðu tengdar við höfnina um Hjalteyrargötu.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Í gildi er deiliskipulag af neðsta hluta Glerár en þar er gert ráð fyrir gönguleiðatengingum við hafnarsvæðið sem tengjast öðrum meginstígum á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdadeild er stígagerðin á framkvæmdaáætlun 2015-2016.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar 13. desember 2012 liðum b) og c) úr erindi Sigurðar Hlöðverssonar, Oddeyrargötu 5, úr viðtalstíma bæjarfulltrúa. \nb) Oddeyrargata. \nHann vekur athygli á því að umferðin um götuna er gríðarlega mikil. Einnig bendir hann á að hugsa þurfi lausnir til að minnka umferð um götuna og að beina þurfi umferð um götur sem eru betur til þess fallnar að taka við umferðarþunga.\nc) Gatnamót Drottningarbrautar og Kaupvangsstrætis \nSigurður telur að skynsamlegt gæti verið að setja hringtorg á gatnamót Drottningabrautar og Kaupangsstrætis til að létta á umferð þar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Svör við fyrirspurn:</DIV><DIV>b) Í dag fer umferð ofan af Brekku um Kaupvangstræti, Oddeyrargötu, Þórunnarstræti og Dalsbraut. Með því er verið að dreifa umferðinni þannig að álagið verði sem jafnast og þannig til eins lítilla óþæginda og kostur er. Vegna landfræðilegra aðstæðna eru ekki aðrar leiðir í boði. </DIV><DIV>c) Skipulagsnefnd þakkar fyrir ábendinguna. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótunum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Tilnefning varamanns í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra í stað Auðar Jónasdóttur.
Fundargerð dagsett 12. desember 2012. Lögð var fram fundargerð 425. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerð dagsett 20. desember 2012. Lögð var fram fundargerð 426. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 23 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð dagsett 9. janúar 2013. Lögð var fram fundargerð 427. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
<DIV><DIV><P>Lagt fram til kynningar.</P></DIV></DIV>