Bæjarráð - 3760
- Kl. 08:15 - 12:05
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3760
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2021
Málsnúmer 2021050655Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til desember 2021.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Hlíðarfjall - rekstur
Málsnúmer 2022010809Rætt um stöðu mála í Hlíðarfjalli.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Eva Hrund Einarsdóttir mætti til fundar kl. 09:10.
Kjölur vegna tónlistarskólakennara - kjarasamningur 2022-2023
Málsnúmer 2022020590Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu vegna tónlistarskólakennara.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Starfsáætlun mannauðssviðs 2022
Málsnúmer 2022020270Lögð fram lokadrög að starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2022. Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. febrúar sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2022 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Reglur Akureyrarbæjar um tímabundin viðbótarlaun (TV einingar)
Málsnúmer 2022020591Lögð fram drög að reglum Akureyrarbæjar um tímabundin viðbótarlaun (TV einingar). Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. febrúar sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir reglur um tímabundin viðbótarlaun með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Þjónustugátt Akureyrarbæjar - yfirlit notkunar
Málsnúmer 2022020973Lagt fram yfirlit yfir notkun þjónustugáttar árið 2021 og þróun notkunar frá árinu 2017.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í fjölgun aðgerða sem íbúar geta nú sinnt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Bæjarráð hvetur stjórnendur bæjarins til að fjölga þessum aðgerðum enn frekar og spara þannig íbúum og fyrirtækjum spor og tíma.
Fylgiskjöl
Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf
Málsnúmer 2019040495Kynning á stöðu verkefnisins.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir
Málsnúmer 2022010390Lögð fram til kynningar fundargerð 150. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 2. febrúar 2022.
Fylgiskjöl
Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir
Málsnúmer 2022020919Lögð fram fundargerð 37. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 17. febrúar 2022. Fundurinn var jafnframt almennur íbúafundur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsfólk Vegagerðarinnar um málefni ferjunnar.
Fylgiskjöl