Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Þá sat Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Liður 8 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:
Lagt fram til samþykktar minnisblað dags. 6. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða.
Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Í þessu samhengi er vert að minna á rammasamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2023 -2032, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði, sem Akureyrarbær hefur samþykkt. Jafnframt eru í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar frá árinu 2022 augljósar tölur til ársins 2031 sem segja til um aukna þörf á félagslegu leiguhúsnæði. Því blasir við að ein af lausnunum á erfiðri rekstrarstöðu félagslega leiguhúsnæðisins er að endurnýja og fjölga íbúðum. Hér þarf að horfa til lengri tíma, fjárfesta í þessari grunnþjónustu sveitarfélagsins með langtímamarkmið og velferð þessa viðkvæma hóps í huga.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrá húsaleigu félagslegs húsnæðis og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.
Heimir Örn Arnarson D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista óska bókað:
Hækka þarf húsaleigu félagslegra íbúða til að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins. Gætt er hófs í hækkunum og er leiga félagslegra íbúða ennþá, eftir breytingu, almennt lægri en í öðrum félagslegum úrræðum. Samhliða hækkun á leiguverði félagslegra leiguíbúða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur en unnið er að því að breyta reglum um stuðninginn. Þær breytingar eru gerðar til að verja viðkvæmustu hópana.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:
Til þess að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði, hefði verið eðlilegt að taka samhliða fyrir breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða, enda biðlistar of langir og þörfin mikil.
Lagt fram að nýju erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar óskar eftir heimild Akureyrarbæjar til veðsetningar á eign GA, fastanúmer 215-2271, vegna lántöku upp á 114 milljónir króna. Lánið verði tekið til 7 ára vegna fjármögnunar byggingar fyrir inniaðstöðu GA með veði í greiðslum Akureyrarbæjar samkvæmt nýundirrituðum uppbyggingarsamningi ásamt veði í umræddri fasteign.
Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum 8. nóvember sl. og frestaði afgreiðslu.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að heimila veðsetningu á fasteign Golfklúbbs Akureyrar vegna fjármögnunar byggingar inniaðstöðu með lántöku til 7 ára að upphæð 114 milljónir króna.
Lögð fram gjaldskrá menningarmála fyrir árið 2024.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá menningarmála með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.
Á fundi bæjarstjórnar 7. mars sl. var samþykkt að gera sviðsmyndir og greina kostnað við samgöngusamninga hjá Akureyrarbæ, með það að markmiði að stuðla að vistvænni lífsstíl, bæta líðan og hvetja starfsfólk til að ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en einkabíl.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir, með fjórum atkvæðum, að fresta innleiðingu samgöngusamninga, þannig að ekki verði gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun næsta árs. Lagt verður mat á verkefnið að nýju í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025. Bæjarráð telur að fyrstu skrefin til að ná markmiðum um umhverfisvænar samgöngur séu að bæta aðstöðu starfsfólks og þjónustuþega með gerð hjólaskýla við stofnanir bæjarins. Gert er ráð fyrir því í framkvæmdaáætlun 2024-2027.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:
Það er leitt að ekki liggi fyrir tillögur að sviðsmyndum við innleiðingu samgöngusamninga og kostnað við þá, líkt og bæjarstjórn tók ákvörðun um á sínum tíma. Hins vegar er jákvætt að málið sé ekki slegið út af borðinu, heldur aðeins frestað. Mikilvægt er að vanda undirbúning við innleiðingu samgöngusamninga vel, þannig að þeir skili tilsettum árangri.
Liður 2 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 8. nóvember 2023:
Samkvæmt samþykkt öldungaráðs frá árinu 2019 skal samþykktin endurskoðuð fyrir árslok 2020 og síðan í upphafi hvers kjörtímabils. Samþykktin hefur ekki verið endurskoðun síðan 2019 og því er mikilvægt að endurskoða samþykktina.
Öldungaráð samþykkir breytingar á samþykkt öldungaráðs fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á samþykkt um öldungaráð og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lagt fram erindisbréf vinnuhóps vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar. Hlutverk hópsins er að rýna niðurstöður könnunar um símanotkun í grunnskólum og koma með tillögur um framhaldið.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.
Eftirtaldir fulltrúar skipa vinnuhópinn: Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs, Gunnar Már Gunnarsson fulltrúi minnihluta í fræðslu- og lýðheilsuráði, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra, Linda Rós Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri í Oddeyrarskóla, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi skólastjóra, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla og París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Rætt um stuðning við Fablab.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram.
Lögð fram til kynningar fundargerð 283. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 2. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsett 11. október 2023.
Erindi dagsett 13. nóvember 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem boðað er til fundar þar sem fjallað verður um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Óskað er eftir því að aðilar frá Akureyrarbæ komi á fund nefndarinnar kl. 10, föstudaginn 17. nóvember. Gert er ráð fyrir að gestir mæti á fundarstað. Gestum er þó að jafnaði heimilt að tengjast fundum nefnda með fjarfundarbúnaði óski þeir þess með hæfilegum fyrirvara. Þingskjalið má nálgast hér:https://www.althingi.is/altext/154/s/0319.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.
Lagt fram erindi dagsett 10. nóvember 2023 frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Grænbók hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og opið er fyrir umsagnir til 8. desember nk.
Erindi dagsett 10. nóvember 2023 frá Reykjavíkurborg þar sem að Akureyrarbæ býðst að taka þátt í samráði um stafræna stefnu Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar má nálgast á samráðsvefnum. https://www.samradsvefur.is/mal/2
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samráðinu.