Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Velferðarráð heimsótti Plastiðjuna Bjarg/Iðjulund sem er starfsþjálfunar- og verndaður vinnustaður að Furuvöllum 1. Fundurinn hófst kl. 14:00 með heimsókninni sem stóð yfir í 50 mínútur.
Þegar hér var komið mætti Svava Þórhildur Hjaltalín á fundinn kl. 15:00. <br />
Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti niðurstöður rannsókna um þjónustu fjölskyldudeildar við fötluð börn.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Starfsmenn heilsueflandi heimsókna Ósk Jórunn Árnadóttir, Hafdís María Tryggvadóttir og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu þjónustu heilsueflandi heimsókna. Búsetudeild hefur annast þjónustuna í samvinnu við Heilsugæslustöðina á Akureyri frá árinu 2000 en mun hætta því 1. júní 2015 þar sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ákveðið að annast sjálf þjónustuna frá þeim tíma.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Velferðarráð telur þjónustuna mjög mikilvæga fyrir eldri borgara Akureyrar og leggur áherslu á að Heilbrigðisstofnun Norðurlands veiti þessa þjónustu áfram og af jafn miklum metnaði og Akureyrarbær hefur gert.
Örkynning og umræða um velferðartækni. Framhald fyrri umræðu í velferðarráði. Fjallað um Memaxi skipulags- og samskiptakerfi og prófanir á því í þjónustu á Akureyri.
Helga Þyrí Bragadóttir ráðgjafi á búsetudeild og Dagný Linda Kristjánsdóttir iðjuþjálfi í Lögmannshlíð lýstu notkun einstaklinga sem hafa verið að nýta Memaxi kerfið. Kynntu þær notagildi þess og möguleika út frá þeirri notkun sem reynd hefur verið.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.
Tekin var fyrir að nýju beiðni Öldrunarráðs Íslands um samstarf við Akureyrarkaupstað um að efna til "Framtíðarþings um farsæla öldrun".
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá samskiptum við fulltrúa öldrunarráðs varðandi áform um að efna til þingsins um miðjan maí nk. Í samstarfinu felst að aðstoða við skipulagningu þingsins og þátttaka í kostnaði við þinghaldið.
Velferðarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÖA að halda áfram undirbúningi Framtíðarþings um farsæla öldrun sem áætlað er að halda 11. eða 18. maí.
Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa samvinnuhóp vegna þeirra sem þurfa sérstaka öryggisvistun á Íslandi. Óskað var eftir að Akureyrarbær tilnefndi fulltrúa í hópinn.
Velferðarráð samþykkir að skipa Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar í starfshópinn. Ástæða þess að eingöngu er tilnefnd kona er að viðkomandi hefur mestu þekkingu á sviðinu hjá bæjarfélaginu.
Velferðarráð lýsir ánægju sinni með stofnun samvinnuhópsins. Á Akureyri er löng reynsla af því að veita sérstaka öryggisvistun fyrir tilgreinda hópa og er bæjarfélagið tilbúið til að miðla þeirri reynslu og taka þátt í frekari uppbyggingu á sviðinu.