Fræðsluráð - 58
- Kl. 13:30 -
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 58
Nefndarmenn
- Þorlákur Axel Jónssonformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
- Siguróli Magni Sigurðssonvaraformaður
- Þórhallur Harðarson
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Ísabella Sól Ingvarsdóttirvaramaður fulltrúa ungmennaráðs
- Jóhann Gunnarssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- Jóhanna María Agnarsdóttirfulltrúi skólastjóra
- Marthen Elvar Veigarsson Olsenvaramaður fulltrúa leikskólakennara
- Snjólaug Jónína Brjánsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Therése Möllerfulltrúi leikskólakennara
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirfulltrúi foreldra leikskólabarna
Viðbragðsáætlun og aðgerðir á fræðslusviði
Málsnúmer 2020030390Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu sóttvarnaaðgerða í leik- og grunnskólum þar sem fram kom að bæði börnum og starfsfólki sem eru í sóttkví eða eru smituð af Covid-19 fer hratt fækkandi.
Rekstur fræðslusviðs 2021
Málsnúmer 2021030553Staða rekstrar fyrir tímabilið janúar til september 2021 var lögð fram til kynningar.
Forathugun umboðsmanns Alþingis
Málsnúmer 2021100755Erindi frá umboðsmanni Alþingis með ósk um upplýsingar um vistun barna í sérstökum rýmum í grunnskólum lagt fram til kynningar.
Gjaldskrá fræðslusviðs 2022
Málsnúmer 2021090843Tillögur að gjaldskrá fræðslusviðs fyrir árið 2022 lagðar fram til afgreiðslu.
Gengið var til atkvæðagreiðslu um gjaldskrártillögur fræðslusviðs fyrir árið 2022.
- Gjaldskrá Tónlistarskólans á Akureyri var samþykkt samhljóða.
- Gjaldskrá frístundar var samþykkt samhljóða.
- Gjaldskrá mötuneyta var samþykkt samhljóða.
- Gjaldskrá leikskóla
Tillaga II var felld á jöfnum atkvæðum: Þorlákur Axel Jónsson S-lista og Þórhallur Harðarson D-lista greiddu atkvæði með tillögunni en Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista og Siguróli Magni Sigurðsson B-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.
Tillaga III var samþykkt. Siguróli Magni Sigurðsson B-lista og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista greiddu atkvæði með tillögunni. Hlynur Jóhannsson M-lista, Þorlákur Axel Jónsson S-lista og Þórhallur Harðarson D-lista sitja hjá.
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
Þorlákur Axel Jónsson S-lista og Þórhallur Harðarson D-lista telja rétt að ganga út frá tillögu II um gjaldskrá leikskóla, að sérstakt 10% álag sem nú er lagt á dvöl yngstu barnanna falli niður þannig að eitt gjald verði fyrir öll börn óháð aldri þeirra. Almennt hækki gjald fyrir dvalartíma um 6% enda samsvarar sú hækkun 4% hækkun á gjaldskránni í heild þegar reiknað hefur verið með lækkun á gjaldi yngstu barnanna. Fæðisgjald hækki um 4%. Jafnframt verði foreldrum gert auðveldara að lækka mánaðargjaldið með því að skrá með fyrirvara þá vistunartíma sem þeir hyggjast ekki nota í hverjum mánuði. Álag á dvalartíma umfram 8 klst. á dag verði óbreytt.
- Gjaldskrá fyrir leigu á húsnæði grunnskólanna var felld með atkvæðum Siguróla Magna Sigurðssonar B-lista og Hlyns Jóhannssonar M-lista. Þórhallur Harðarson D-lista situr hjá. Þorlákur Axel Jónsson S-lista og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista greiddu atkvæði með tillögunni.
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista lét bóka eftirfarandi:
Enginn hvati er fyrir skóla að leigja húsnæði sitt undir gistingu til íþróttafélaga á Akureyri. Að lækka afslátt íþróttafélaga um 10% mun ekki auka þann hvata heldur aðeins koma niður á íþróttafélögunum, sem nú þegar standa í ströngu að fjármagna sig. Auka ætti hvata grunnskóla annars staðar frá í kerfinu til þess að þeir séu liðlegri að leigja sitt húsnæði til íþróttafélaganna, sem koma með alls konar ferðamenn í bæinn tengda íþróttum og íþróttamótum en ekki með því að auka kostnað á íþróttafélögin.
Tillögunum er vísað til bæjarráðs.