Atvinnumálanefnd - 18
02.03.2016
Hlusta
- Kl. 16:00 - 18:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 18
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonformaður
- Jóhann Jónsson
- Elías Gunnar Þorbjörnsson
- Hildur Friðriksdóttir
- Stefán Guðnason
Starfsmenn
- Albertína Friðbjörg Elíasdóttirverkefnastjóri atvinnumála ritaði fundargerð
Hildur Friðriksdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.[line]Erla Björg Guðmundsdóttir B-lista boðaði forföll sín og varamanns.[line]
Brothættar byggðir
Málsnúmer 2015070054Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri brothættra byggða mætti til fundarins og kynnti stöðu verkefnanna, auk þess að fara yfir með nefndinni drög að stefnumótun fyrir Hrísey sem kynnt verður fyrir íbúum í Hrísey á íbúafundi þann 9. mars nk.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti einnig á fundinn undir þessum lið.Atvinnumálanefnd þakkar Helgu Írisi fyrir kynninguna.
Starfsáætlanir atvinnumálanefndar
Málsnúmer 2015020154Farið var yfir og unnið í starfsáætlun nefndarinnar 2016.
Frumkvöðlasetur á Akureyri
Málsnúmer 2015110232Rætt um möguleika í tengslum við húsnæðismál frumkvöðlaseturs á Akureyri.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að ræða við Fasteignir Akureyrarbæjar.