Kjarasamninganefnd - 8
- Kl. 10:00 - 12:15
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 8
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirstarfsmannastjóri ritaði fundargerð
Greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda
Málsnúmer 2015080138Lögð fram tillaga að breytingum á núgildandi reglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda.
Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu.
Framkvæmdadeild - starf forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar
Málsnúmer 20151101432. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 8. maí 2015. Farið yfir tillögur Arnars Jónssonar ráðgjafa hjá Capacent. Arnar Jónsson mætti á fundinn.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttitr aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til bæjarráðs.
Kynnt tillaga að nýju starfi forstöðumanns Umhverfismiðstöðar. Ný Umhverfismiðstöð samanstendur af Framkvæmdamiðstöð, Strætisvögnum Akureyrar og ferliþjónustu.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að nýtt starf forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.
Framkvæmdadeild - starf forstöðumanns tæknideildar
Málsnúmer 20151101446. liður á dagskrá framkvæmdaráðs 20. nóvember 2015.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu vinnuhóps dagsetta 11/2015 og vísar henni til kjarasamninganefndar, en áskilur sér rétt til að endurskoða verkefnaskiptingu Umhverfismiðstöðvar.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að nýtt starf forstöðumanns tæknideildar verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.
Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar árið 2014
Málsnúmer 2015090069Umfjöllun um yfirvinnu starfsmanna Akureyrarbæjar.
Frekari umfjöllun um yfirvinnu starfsmanna Akureyrarbæjar frestað til næsta fundar.
Stöðugildi
Málsnúmer 2015100102Lögð fram gögn um stöðugildi hjá Akureyrarbæ.