Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 255
- Kl. 08:15 - 11:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 255
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonformaður
- Eiríkur Jónsson
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Óskar Gísli Sveinssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Ófyrirséð viðhald - útboð 2014
Málsnúmer 2014110022Lögð fram til kynningar niðurstaða útboðs á ófyrirséðu viðhaldi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar fyrir árin 2015-2016.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Dagur Fannar Dagsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfa að fjalla um blikksmíðahluta þessa liðar. \nMeð vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. \n\nDagur Fannar Dagsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skjaldarvík - húsaleigusamningur við Concept ehf
Málsnúmer 2004010122Lagt fram minnisblað dagsett 16. desember 2014 vegna viðauka dagsettur 5. desember 2014 við húsaleigusamning sem dagsettur er 26. janúar 2010. Málið var áður á dagskrá þann 5. desember 2014.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.\nMeð vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var því hafnað með 4 samhljóða atkvæðum. \n\nMeirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gerður verði viðauki við húsaleigusamninginn á forsendum framlagðra gagna.\nNjáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Verkfundargerðir FA 2014
Málsnúmer 2014010024Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:\nBorgargil 1 - Hyrna ehf: 19.- 21. fundargerð dagsett 14. og 28. nóvember og 12. desember 2014.\nSundlaug Akureyrar - verkefnislið: 2.- 4. fundur verkefnisliðs dagsett 28. ágúst, 16. september og 16. desember 2014.\nVerkefnislið Nökkva: 1. fundur verkefnisliðs dags. 16. desember 2014.
Naustaskóli 3. áfangi - stjórnunarálma
Málsnúmer 2014120116Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina dags. 18. desember 2014.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að framkvæmdin verði boðin út samkvæmt framlögðum gögnum.
Fasteignir Akureyrarbæjar - kynning á viðhaldi fyrir stjórn FA
Málsnúmer 2014120118Kynning á helstu viðhaldsverkefnum áranna 2014-2015 hjá FA.