Skólanefnd - 7
- Kl. 13:30 - 16:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 7
Nefndarmenn
- Bjarki Ármann Oddssonformaður
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Hanna Dögg Maronsdóttir
- Preben Jón Pétursson
- Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Soffía Vagnsdóttirfræðslustjóri ritaði fundargerð
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
Skólasmiðjan - sértækt skólaúrræði í Rósenborg
Málsnúmer 2015020091Guðbjörg Ingimundardóttir kynnti sértækt skólaúrræði fyrir grunnskólabörn sem þróað hefur verið í Rósenborg.
Rekstur fræðslumála 2015
Málsnúmer 2015040087Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar kynnti rekstrarstöðu fræðslumála tímabilið janúar-febrúar 2015.
Matseðlar og mötuneyti í leik- og grunnskólum
Málsnúmer 2015030215Erindi sem barst í viðtalsíma bæjarfulltrúa 19. mars 2015.
Allir leik- og grunnskólar á Akureyri hafa sameiginlega matseðla. Þessir matseðlar hafa verið yfirfarnir af rannsóknarþjónustunni Sýni með tilliti til næringarinnihalds og samsetningar.
Uppskriftir eru endurskoðaðar með tilliti til viðmiða Landlæknisembættisins eða ef athugasemdir berast.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um matseðla á heimasíðu skóladeildar.
Hvað varðar gjald á skólamáltíðum þá er gengið út frá því að verð á skólamáltíðum grunnskóla standi undir öllum kostnaði við rekstur mötuneytanna, þ.e. hráefniskostnaði og grunnlaunakostnaði mötuneyta, rafmagni, viðhaldi og afborgun stofnkostnaðar.
Það gjald sem starfsmenn skólanna greiða fyrir máltíð á vinnustað er kjarasamningsbundið og miðast við hráefnisverð.
Tekin er ákvörðun um gjaldskrá við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni.
Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna vék af fundi kl. 15:00.
Breytingar á húsnæði Naustaskóla vegna leikskóladeildar
Málsnúmer 2015040117Jónína Hauksdóttir skólastjóri Naustatjarnar mætti til fundar undir þessum lið.
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu málsins og skólastjórar Naustaskóla og Naustatjarnar lýstu viðhorfum sínum til málsins.Fyrir liggur áætlun um kostnað við þær breytingar sem þarf að gera frá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Skólanefnd samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs.Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna mætti aftur til fundar kl. 15:27.
Breytingar á húsnæði í Oddeyrarskóla
Málsnúmer 2015040116Erindi frá skólastjórnendum Oddeyrarskóla um minniháttar breytingar á skólahúsnæði.
Skólanefnd samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Niðurstöður samræmdra könnunarprófa
Málsnúmer 2015040114Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar fór yfir helstu niðurstöður.