Umhverfis- og mannvirkjaráð - 29
- Kl. 08:15 - 11:15
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 29
Nefndarmenn
- Eiríkur Jónssonvaraformaður
- Óskar Ingi Sigurðsson
- Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
- Guðný Skúladóttirfundarritari
Fyrirkomulag vinnuskóla - tillaga að færslu skólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs
Málsnúmer 2018030249Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Kristinn Jakob Reimarsson sviðstjóri samfélagssviðs lögðu fram minnisblað dagsett 12. mars 2018 um flutning vinnuskólans frá Umhverfismiðstöð til Rósenborgar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilfærslu vinnuskólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - húsnæðismál
Málsnúmer 2017050072Lagt fram minnisblað frá Jónasi Vigfússyni forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar dagsett 13. mars 2018 vegna breytinga á húsnæði Umhverfismiðstöðvar á Rangárvöllum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felst á hugmyndir í meðfylgjandi minnisblaði.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur jafnframt sviðsstjóra að undirbúa húsaleigusamning við Norðurorku fyrir Umhverfismiðstöðina á Rangárvöllum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að koma á fundi ráðsins með stjórnendum Norðurorku og bæjarstjóra til að ræða samstarf og skipulag á athafnasvæðinu á Rangárvöllum til framtíðar.
Útboð á steinefnum fyrir Malbikunarstöð 2018
Málsnúmer 2018030255Lagt fram minnisblað frá Jónasi Vigfússyni forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar dagsett 13. mars 2018 og drög að útboðs- og verklýsingu vegna steinefna fyrir Malbikunarstöðina 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drög að útboðs- og verklýsingu vegna steinefna en krafa sé gerð um að fyllingarefni í malbik sé unnið úr klöpp.
Smáverk fyrir Akureyrarbæ 2016-2018
Málsnúmer 2016040124Lagt fram til samþykktar minnisblað frá Jónasi Vigfússyni forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar dagsett 13. mars 2018 vegna framlengingar á samningum við verktaka vegna smáverka.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samningar við verktaka vegna smáverka verði framlengdir í eitt ár.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar vék af fundi.
Compact of Mayors - verkefni umhverfis- og mannvirkjasviðs
Málsnúmer 2018020409Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram erindi dagsett 18. janúar 2018 frá Vistorku ehf vegna kolefnishlutlausrar Akureyri og þátttöku Akureyrarkaupstaðar í Compact of Mayors.
Samþykkt var að hefja vinnu við verkefnið og var Rut Jónsdóttur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála falið að vinna áfram í málinu. Hún lagði fram kostnaðaráætlun dagsetta 13. mars 2018 og verkáætlun frá Stefáni Gíslasyni hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf dagsetta 9. mars 2018.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða verk- og kostnaðaráætlun og að sótt verði um viðauka vegna kostnaðarins.
Hamrar - skilamat fyrir framkvæmdir 2018
Málsnúmer 2018030251Lagt fram skilamat fyrir bílabraut að Hömrum.
Glerárdalur - stjórnunar- og verndaráætlun
Málsnúmer 2018010425Lögð fram til samþykktar drög og auglýsing að stjórnunar- og verndaráætlun fólksvangsins í Glerárdal.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drög að stjórnunar- og verndaráætlun með framlögðum breytingum.
Drottningarbrautareitur - gatnagerð og lagnir
Málsnúmer 2016040154Lögð fram til kynningar heildarkostnaðaráætlun dagsett 15. mars 2018 og hluti af útboðsgögnum vegna Austurbrúar (Drottningarbrautarreitar).
Búnaðarkaup fyrir skóla og leikskóla - óskir fræðslusviðs um aðkomu umhverfis- og mannvirkjasviðs að endurnýjun búnaðar 2018
Málsnúmer 2018030259Lögð fram beiðni frá fræðsluráði dagsett 12. mars 2018 um fjármagn til búnaðarkaupa á árinu 2018 fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir búnaðarkaup að upphæð 27,7 milljónir króna samkvæmt meðfylgjandi lista.
Fólksflutningalyfta í Hlíð
Málsnúmer 2018030260Lagt fram minnisblað dagsett 13. mars 2018 frá Steindóri Ívari Ívarssyni forstöðumanni viðhalds vegna kaupa á fólksflutningalyftu í Víðihlíð fyrir Birki- og Lerkihlíð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupin verði sett inn í framkvæmdayfirlit á árinu.
Listasafn - endurbætur
Málsnúmer 2014010168Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 14. mars 2018 vegna framkvæmda við Listasafnið.
Klettaborg 43 - íbúðakjarni
Málsnúmer 2017090011Lagt fram frumkostnaðarmat frá mars 2018 vegna byggingar íbúðakjarna við Klettaborg 43.