Skólanefnd - 14
19.09.2016
Hlusta
- Kl. 13:30 - 15:45
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 14
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Dagný Þóra Baldursdóttir
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Hanna Dögg Maronsdóttir
- Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
- Soffía Vagnsdóttirfræðslustjóri ritaði fundargerð
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
Sigurður Freyr Sigurðarson fulltrúi grunnskólakennara boðaði forföll. Ekki náðist í varamann í hans stað.[line]Vilborg Hreinsdóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll.[line]Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista var fjarverandi. Ekki kom varamaður í hennar stað.[line]
Hvað virkar í forvörnum (og hvað ekki)?
Málsnúmer 2016090102Dr. Ársæll Már Arnarsson prófessor í sálarfræði við Háskólann á Akureyri kynnti niðurstöður rannsókna um forvarnir.
Skólanefnd þakkar Ársæli fyrir greinargott erindi.Beiðni um umsögn á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar í Hlíðahverfi á Akureyri
Málsnúmer 2016090116Lagt fram til umsagnar.
Skólanefnd fagnar áformum um uppbyggingu íbúðabyggðar í Glerárhverfi en minnir jafnframt á mikilvægi þess að hugað sé samhliða að uppbyggingu leikskóla í hverfinu á næstu árum.
Þá hvetur skólanefnd til þess að skipulagsnefnd hafi náið samráð við skólanefnd við útfærslu lóðarmarka til austurs, þannig að ekki skerðist framtíðarmöguleikar Glerárskóla á því að vaxa og dafna.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2017
Málsnúmer 2016080015Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.