Félagsmálaráð - 1112
- Kl. 14:00 -
- Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1112
Nefndarmenn
- Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
- Dagur Fannar Dagsson
- Anna Guðný Guðmundsdóttir
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Guðrún Sigurðardóttir
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur - kynning á starfsemi 2010
Málsnúmer 2010110038Heimsókn á Plastiðjuna Bjarg-Iðjulund og kynning á starfsemi.
<DIV>Félagsmálaráð þakkar áhugaverða og fræðandi kynningu og hvetur Akureyringa til að kynna sér starfsemina og leggja henni lið t.d. með söfnun á kertavaxi og línafgöngum.</DIV>
Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2010
Málsnúmer 2010010095Jón Heiðar Daðason starfsmaður húsnæðisdeildar kynnti stöðu biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum. Umsóknir á þessu ári eru orðnar 156 talsins sem er 20 til 30 umsóknum fleiri en hafa verið á ári undanfarin ár. Úthlutað hefur verið 84 sinnum sem einnig er aukning frá fyrri árum. Á biðlista nú eru 104, þar af eru 12 sem óska eftir flutningi. Alls bíða 58 eftir tveggja herbergja íbúð, þar af eru 40 umsækjendur taldir þurfa sértæk úrræði.
<DIV><DIV><P> </P></DIV></DIV>
Fjárhagserindi 2010 - áfrýjanir
Málsnúmer 2010030115Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri kynnti áfrýjun vegna afgreiðslu fjölskyldudeildar á beiðni um fjárhagsaðstoð. Áfrýjunin og afgreiðsla hennar er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
<DIV>Félagsmálaráð samþykkir afgreiðslu fjölskyldudeildar.</DIV>
Félags- og þjónustumiðstöðvar Víðilundi og Bugðusíðu - gjaldskrá 2011
Málsnúmer 2010110037Olga Ásrún Stefánsdóttir forstöðumaður kynnti tillögu að breytingu á gjaldskrá félags- og þjónustumiðstöðva aldraðra. \nLagt er til að verð á hádegisverði hækki úr kr. 800 í kr. 840 eða um 5%, vegna kostnaðarhækkana. Ennfremur er lagt til að gjaldskrá veitinga verði sundurliðuð meira en verið hefur, þannig að notendum standi til boða meira val. Að öðru leyti er lagt til að gjaldskrá verði óbreytt.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir tillögu um hækkun gjaldskrár og vísar henni til bæjarráðs.</DIV></DIV>
Heimaþjónusta - gjaldskrá 2011
Málsnúmer 2010110036Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti tillögu að breytingum á gjaldskrá heimaþjónustu árið 2011. Lagt er til að gjald fyrir heimsendan mat hækki úr kr. 850 í kr. 890 eða um 4,7% vegna hækkana á aðkeyptum mat og akstri. Heildarverð á hvern heimsendan matarbakka er áætlaður kr. 1.121 á næsta ári. Niðurgreiðslur bæjarins á kostnaði við hvern heimsendan matarbakka verði því kr. 231 eða 20,6%. Meðaltalsniðurgreiðsla bæjarins á árunum 2001-2009 var um 18,3%. Lagt er til að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt að öðru leyti.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir tillögu um hækkun gjaldskrár og vísar henni til bæjarráðs.</DIV></DIV>
Frímerkjasöfn í eigu Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2010030089Á fundi sínum þann 28. október 2010 fól bæjaráð félagsmálaráði að ráðstafa þeim fjármunum sem fengust úr uppboði á frímerkjasafni Jakobs S. Kvaran, í þágu eldri borgara á Akureyri, samkvæmt samningi við ekkju gefanda frímerkjasafnsins.
<DIV>Félagsmálaráð felur framkvæmdastjóra búsetudeildar og forstöðumanni félagsmiðstöðva aldraðra að gera tillögur um nýtingu fjármunanna í þágu félags- og tómstundamiðstöðva eldri borgara.</DIV>
Dropinn - styrkbeiðni 2010
Málsnúmer 2010090078Erindi dags. í september 2010 frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki, þar sem óskað er eftir styrk vegna sumarbúða.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir að veita Dropanum styrk að upphæð kr. 100.000.</DIV></DIV>
Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk 2010
Málsnúmer 2010060129Tekin fyrir að nýju, vegna nýrra upplýsinga, ósk Fjölsmiðjunnar á Akureyri um rekstrarstyrk fyrir árið 2010, áður á dagskrá ráðsins 8. september sl.
<DIV>Félagsmálaráð samþykkir að veita Fjölsmiðjunni á Akureyri rekstrarstyrk að upphæð kr. 2.579.400.</DIV>
Hjálpræðisherinn á Akureyri - styrkbeiðni 2010
Málsnúmer 2010100107Erindi dags. 13. október 2010 frá Einari Friðjónssyni f.h. Hertex, nytjamarkaðar Hjálpræðishersins, þar sem óskað er eftir styrk vegna bifreiðakaupa.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð getur því miður ekki orðið við erindinu.</DIV></DIV>
Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni 2010
Málsnúmer 2010100171Lögð fyrir styrkbeiðni dags. 25. október 2010 frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar til kaupa á mat og fleiru.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð kr. 450.000.</DIV></DIV>
Samtök um kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk
Málsnúmer 2010050067Erindi dags. 11. maí 2010 frá Þórlaugu R. Jónsdóttur f.h. Kvennaathvarfsins þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000 til reksturs athvarfsins.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 150.000.</DIV></DIV>
Stígamót - styrkbeiðni fyrir árið 2010
Málsnúmer 2009110102Erindi móttekið 18. nóvember 2009 frá Stígamótum þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að taka þátt í rekstri Stígamóta.
<DIV>Félagsmálaráð getur því miður ekki orðið við erindinu.</DIV>
Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
Málsnúmer 2009090017Tekin fyrir drög stjórnsýslunefndar að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akureyrarbæ. Óskað er eftir að umsagnir um drögin berist stjórnsýslunefnd fyrir 15. nóvember nk.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð felur framkvæmdastjóra búsetudeildar að koma athugasemdum félagsmálaráðs til stjórnsýslunefndar.</DIV></DIV>