Samfélags- og mannréttindaráð - 118
- Kl. 17:00 - 19:00
- Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 118
Nefndarmenn
- Hlín Bolladóttirformaður
- Heimir Haraldsson
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Guðlaug Kristinsdóttir
- Jóhann Gunnar Sigmarsson
- Friðbjörg J Sigurjónsdóttiráheyrnarfulltrúi
- María Hólmfríður Marinósdóttiráheyrnarfulltrúi
- Katrín Björg Ríkarðsdóttirfundarritari
Að auka efnahagslega virkni og félagslega þátttöku
Málsnúmer 2012100101Lagðar fram til kynningar upplýsingar um umsókn um IPA-styrk til að þróa leiðir til að auka efnahagslega virkni og félagslega þátttöku. Verkefnið beinist að 18-40 ára einstaklingum sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af atvinnuleysi í kjölfar efnahagshrunsins.\nAlfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild sátu fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
María H. Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi D-lista mætti til fundar kl. 17:05.
Stefnumótun í æskulýðsmálum
Málsnúmer 2012121145Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála kynnti drög að stefnumótun í æskulýðsmálum sem fram fer á vegum Æskulýðsráðs ríkisins.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Kvennasmiðja - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands
Málsnúmer 2008080086Farið yfir stöðu samnings við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur kvennasmiðju.
<DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV>
Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs
Málsnúmer 2010110089Lagðir fram samningar við Áhugaljósmyndaklúbb Akureyrar, KFUM og KFUK, Skákfélag Akureyrar og Skátafélagið Klakk.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir samningana.</DIV>
Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar
Málsnúmer 2012090258Áframhaldandi umræður um veitingu viðurkenninga til þeirra sem skara fram úr í æskulýðs- og tómstundastarfi.
<DIV></DIV>
Ungt fólk - æskulýðsrannsóknir 2011-2016
Málsnúmer 2011010132Tekin fyrir að nýju tillaga frá Rannsóknum og greiningu ehf um samstarf um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks á Akureyri. Málið var áður á dagskrá 17. október sl.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV></DIV><P>Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Rannsóknum og greiningu ehf fyrir tillöguna en hefur ekki tök á að samþykkja hana.</P></DIV></DIV></DIV></DIV>
Hjólabrettafélag Akureyrar
Málsnúmer 2012110124Á fundi sínum 22. nóvember 2012 vísaði bæjarráð 6. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. nóvember 2012 til samfélags- og mannréttindaráðs:\nIngibjörg Stefánsdóttir hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lýsti áhyggjum sínum sem fulltrúi Hjólabrettafélags Akureyrar yfir húsnæðisvanda félagsins. Hún spurði hvort ekki sé vilji innan Akureyrarbæjar að reyna að leysa vanda félagsins.
<DIV><DIV><DIV></DIV>Samfélags- og mannréttindaráð vekur athygli á því að íþróttaráð hefur á árinu styrkt félagið um tæplega kr. 800.000 auk þess sem samfélags- og mannréttindaráð hefur lagt félaginu til starfsmann hluta úr árinu. Ráðið óskar eftir formlegra samstarfi við íþróttaráð og Hjólabrettafélag Akureyrar um framtíðarlausn á málefnum félagsins og tilnefnir Hlín Bolladóttur í samstarfshóp. Óskað er eftir tilnefningum frá íþróttaráði og Hjólabrettafélaginu.</DIV></DIV>
Almannaheillanefnd
Málsnúmer 2008100088Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar frá 30. nóvember 2012.
<DIV></DIV>