Umhverfis- og mannvirkjaráð - 44
- Kl. 08:15 - 11:30
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 44
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Jóhann Jónsson
- Gunnar Gíslason
- Berglind Bergvinsdóttir
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Ráðhústorg - hönnun og framkvæmdir
Málsnúmer 2018110059Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Norðurlands slf. mætti á fundinn og kynnti stöðu hönnunar á Ráðhústorginu.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.Jólaskreytingar í bæjarlandinu
Málsnúmer 2018110058Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála fór yfir jólaskreytingar í bæjarlandinu fyrir jólin 2018.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.Snjómokstur og hálkuvarnir - aðgerðarhópur
Málsnúmer 2017010549Lagt fram uppfært snjómokstursskipulag í bænum fyrir veturinn 2018-2019 þar sem Hagahverfi bætist við. Skipulagið má finna á heimasíðu Akureyrarbæjar á slóðinni: http://www.map.is/akureyri/ og setja hak í vetrarþjónusta.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagt snjómokstursskipulag fyrir veturinn 2018-2019.
Hamrar - framkvæmdaþörf á tjaldsvæðinu
Málsnúmer 2018100339Lagt var til á síðasta fundi ráðsins að skipaður yrði vinnuhópur vegna framtíðarsýnar tjaldsvæðanna og endurnýjunar rekstrarsamnings við Skátafélagið Klakk. Skipa þarf fulltrúa ráðsins í vinnuhópinn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Jóhann Jónsson S-lista sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópinn.
Skjaldarvík - framlenging leigusamnings
Málsnúmer 2018110055Lagt fram erindi Ólafs Aðalgeirssonar fyrir hönd Concept ehf. um framlengingu leigusamnings húseigna í Skjaldarvík.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra að vinna málið frekar í ljósi umræðna á fundinum.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - starfsmannamál
Málsnúmer 2017050113Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á umhverfis- og mannvirkjasviði.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - húsnæðismál
Málsnúmer 2017050072Lagt fram minnisblað dagsett 8. nóvember 2018 vegna húsaleigu Umhverfismiðstöðvar á Rangárvöllum ásamt framtíðarsýn á svæðinu.
Einnig lögð fram drög að húsaleigusamningi við Norðurorku hf. dagsett 8. nóvember 2018.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2019
Málsnúmer 2018080973Unnið áfram að nýframkvæmdaáætlun áranna 2019-2021.