Stjórn Akureyrarstofu - 141
- Kl. 16:00 - 18:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 141
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Helga Mjöll Oddsdóttir
- Jón Hjaltason
- Guðrún Þórsdóttir
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Sigfús Arnar Karlssonáheyrnarfulltrúi
- Unnsteinn Jónssonáheyrnarfulltrúi
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2012
Málsnúmer 2012040130Farið yfir niðurstöðu rekstrar í menningar- og atvinnumálum á árinu 2012.\nLagt fram til kynningar.
<DIV> </DIV>
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2013
Málsnúmer 2013050004Farið yfir stöðu rekstrar eftir fyrstu 3 mánuði ársins.\nLagt fram til kynningar.
<DIV> </DIV>
Langtímaáætlun Akureyrarstofu
Málsnúmer 2013040234Rætt um langtímaáætlunargerð fyrir menningarmál og atvinnumál til næstu 10 ára sem fram fer á vettvangi bæjarráðs um þessar mundir.\nLagt fram til kynningar.
<DIV> </DIV>
Akureyrarkirkja - móttaka ferðamanna - styrkbeiðni 2012 og 2013
Málsnúmer 2012040012Erindi dags. 23. mars 2013 frá Svavari Alfreð Jónssyni, sóknarpresti í Akureyrarkirkju og Rafni Sveinssyni, formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem fram kemur að síðustu ár hafi Akureyrarkirkja lengt opnunartíma kirkjunnar til kl. 20:00 á kvöldin, haft opið um helgar og ráðið ferðamannaprest í hlutastarf á sumrin. Leitað er eftir fjárhagslegum stuðningi við þessa þjónustu.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.</DIV><DIV> </DIV><DIV><DIV>Guðrún Þórsdóttir fulltrúi V-lista í stjórn Akureyrarstofu óskar bókað:</DIV><DIV>Ég mótmæli því að Akureyrarstofa borgi laun presta. Ég tel að það geti verið fordæmisgefandi fyrir önnur trúfélög. Það er ekki hlutverk bæjarins að greiða laun fyrir presta og prófasta.</DIV></DIV>