Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 971
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 971
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri fasteignaskráningar
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
Naustatangi 1 - umsókn um byggingarleyfi - niðurrif
Málsnúmer 2024051814Erindi dagsett 31. maí 2024 þar sem Skútaberg ehf sækir um niðurrif á sementssílóum við Naustatanga 1.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Bjarkarlundur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024051455Erindi dagsett 27. maí 2024 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Áskels Viðars Bjarnasonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Bjarkarlund. Innkomin gögn eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Þingvallastræti 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2024010742Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd G.M.Í. ehf, sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Þingvallastræti. Óskað er eftir að byggja vinnustofu. Innkomin ný gögn 8. júní 2024 eftir Ívar Hauksson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Skilyrt er að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framkvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.Oddeyrarbót 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023090734Erindi dagsett 28. nóvember 2023 þar sem Jóhann Einar Jónsson fyrir hönd Hvalaskoðunar Akureyrar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum á lóð nr. 2 við Oddeyrarbót. Innkomnar uppfærðar teikningar 12. júní 2024 eftir Jóhann Einar Jónsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.