Bæjarráð - 3842
- Kl. 08:15 - 12:05
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3842
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttirvaraformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Akureyrarflugvöllur - framkvæmdir og breytingar
Málsnúmer 2024030834Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri Akureyrarflugvallar mætti til fundar og kynnti breytingar á flugvellinum.
Bæjarráð þakkar flugvallarstjóra Akureyrarflugvallar fyrir kynninguna.
Akureyrarbær fagnar vinnu Isavia við nýja RNP flugferla úr suðri við Akureyrarflugvöll.
Bætt aðgengi er öryggismál og einn af lykilþáttum þess að reglubundið millilandaflug til Akureyrar gangi upp. Það styrkir ferðaþjónustu á Norðurlandi og er mikilvægt fyrir samfélagið allt.
Akureyrarbær leggur áherslu á að verkefninu verði hraðað eins og kostur er, þannig að ný aðflug úr suðri verði virk þegar á haustmánuðum.Mannréttindaviðurkenning Akureyrarbæjar 2024
Málsnúmer 2024030773Umfjöllun um fyrirkomulag veitingar mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar 2024.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs að auglýsa eftir tilnefningum vegna mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar 2024.
Fylgiskjöl
Tillögur um styttingu vinnutíma í Hlíðarskóla
Málsnúmer 2024030798Lögð var fram tillaga að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku félagsmanna í Kili sem starfa í Hlíðarskóla.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku félagsmanna í Kili sem starfa í Hlíðarskóla með gildistíma frá 11. mars 2024.
Trúnaðarmál
Málsnúmer 2024020581Trúnaðarmál.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hlé var gert á fundi bæjarráðs kl. 9:00. Fundi var framhaldið kl. 9:08.Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026
Málsnúmer 2022030528Lagt fram erindi dagsett 7. mars 2024 þar sem Guðbrandur Sigurðsson f.h. Brynju leigufélags ses. óskar eftir því að sækja um fimm stofnframlög vegna kaupa á íbúðum á þessu og næsta ári.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsóknina sem gerir ráð fyrir 12% stofnframlagi Akureyrarbæjar.
Fylgiskjöl
Samræmd móttaka flóttafólks
Málsnúmer 2023021331Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. febrúar 2024:
Lögð fram til samþykktar drög að samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Fylgiskjöl
Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu
Málsnúmer 2024020206Kynning á Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR) og lögð fram tillaga um að Héraðsskjalasafnið á Akureyri verði stofnaðili að miðstöðinni. Megintilgangur MHR er að annast móttöku og prófun rafrænna gagnasafna, veita tæknilega ráðgjöf og þjónustu í tengslum við rafræn gagnasöfn og eiga og reka vél- og hugbúnað til verkefnisins.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að Héraðsskjalasafnið á Akureyri verði stofnaðili að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu.
Fylgiskjöl
Ein með öllu - samstarfssamningur
Málsnúmer 2022101154Lagt fram erindi frá Davíð Rúnari Gunnarssyni, f.h. Vina Akureyrar, þar sem óskað er eftir stuðningi við fjölskylduhátíðina Eina með öllu sem haldin er árlega um Verslunarmannahelgi. Óskað er eftir að Akureyrarbær styrki hátíðina með samningsbundnu framlagi til þriggja ára, að upphæð kr. 2.000.000 auk vinnuframlags frá umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að styrkja Vini Akureyrar um kr. 2.000.000 vegna hátíðarinnar Einnar með öllu árið 2024 auk vinnuframlags frá umhverfismiðstöð og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að ganga frá samningi þess efnis.
Fylgiskjöl
Heiðursviðurkenningar menningarsjóðs 2024
Málsnúmer 2024030852Rætt um mögulegar heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs en þær eru veittar einstaklingum sem þykja hafa lagt mikið til menningar- og félagsmála í bænum. Tilkynnt er um viðurkenningarnar á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að heiðursviðurkenningum en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Lýðheilsukort - tilraunaverkefni 2022-2024
Málsnúmer 2022101039Rætt um áhrif lýðheilsukortsins, hvernig til hefur tekist og lögð fram tillaga um framtíðarfyrirkomulag.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um áframhaldandi tilraunaverkefni lýðheilsukorts til og með 1. maí 2025, en samþykkir að bæta við áskriftarleið fyrir einstaklinga frá og með 1. maí 2024. Bæjarráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.
Stapi lífeyrissjóður - fulltrúaráðsfundur 2024
Málsnúmer 2024030903Erindi dagsett 13. mars 2024 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar sjóðsins fimmtudaginn 11. apríl nk. Fundurinn verður rafrænn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Akureyrarbæjar á fundinum.
Fylgiskjöl
Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024
Málsnúmer 2024030520Erindi dagsett 8. mars 2024 frá Arnari Þór Sævarssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem komið er á framfæri áskorun vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og sambandsins vegna kjarasamninga. Einnig lagt fram erindi dagsett 13. mars 2024 frá Arnari Þór þar sem ákveðin atriði í áskoruninni eru útskýrð frekar.
Bæjarráð vísar til samþykktrar tillögu bæjarstjórnar frá 19. mars sl. varðandi sama mál:
Þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu á því fyrirkomulagi sem lagt var til grundvallar aðkomu hins opinbera að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þá er ljóst að niðurstaða um langtímasamninga hefur náðst og markmið þeirra um að stuðla að minnkun verðbólgu, lækkunar vaxta sem og að auka kaupmátt heimila í landinu er mikilvæg. Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%. Einnig skuldbindur Akureyrarbær sig til þess að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess, frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Þá mun Akureyrarbær tryggja í húsnæðisáætlunum sínum og skipulagi nægt framboð byggingarsvæða og lóðir til skemmri og lengri tíma og hlutdeild í stofnkostnaði almennra íbúða, sem og að halda áfram því verkefni að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Fylgiskjöl
Hafnasamlag Norðurlands 2024 - fundargerðir
Málsnúmer 2024020752Lögð fram til kynningar fundargerð 286. fundar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 13. mars 2024.
Fylgiskjöl
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024
Málsnúmer 2024010317Lögð fram fundargerð 945. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. febrúar 2024.
Fylgiskjöl