Öldungaráð - 30
- Kl. 13:00 - 14:55
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 30
Nefndarmenn
- Hjálmar Pálssonformaður
- Hildur Brynjarsdóttir
- Brynjólfur Ingvarsson
- Hallgrímur Gíslasonfulltrúi EBAK
- Úlfhildur Rögnvaldsdóttirfulltrúi EBAK
- Þorgerður Jóna Þorgilsdóttirfulltrúi EBAK
Starfsmenn
- Bjarki Ármann Oddssonrekstrarstjóri ritaði fundargerð
- Halla Birgisdóttir Ottesenforstöðumaður tómstundamála
Mannréttindastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2023090495Sigrún Björk Sigurðardóttir mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Akureyrarbæjar kynnti Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar Sigrúnu Björk fyrir kynninguna.
Hægt er að kynna sér Mannréttindastefnuna á https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/reglur-og-samthykktir/jafnrettis-og-fjolskyldumal/mannrettindastefna-akureyrarbaejar-2023-2027Hádegismatur fyrir eldra fólk í Birtu og Sölku
Málsnúmer 2023050574Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála sagði frá stöðu á hádegismatnum í Birtu og Sölku.
Öldungaráð lýsir sérstakri ánægju með hve vel hefur tekist til með hádegismatinn í Sölku og Birtu undanfarið. Ljóst er að félagslegi þáttur þess að koma saman og borða hefur mikil og góð áhrif á líðan og heilsufar eldra fólks.
Öldungaráð skorar á fræðslu- og lýðheilsuráð að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks og hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera.Stefna um íbúasamráð
Málsnúmer 2022041947Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar kynnti vinnu við stefnu um íbúasamráð.
Öldungaráð þakkar Jóni Þór fyrir kynninguna.
Starfsáætlun öldungaráðs 2023
Málsnúmer 2022120098Starfsáætlun öldungaráðs lögð fram til umfjöllunar.
Frestað til næsta fundar.