Bæjarráð - 3762
- Kl. 08:15 - 08:45
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3762
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
UMSA - viðaukar 2022
Málsnúmer 2022021085Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs 22. febrúar 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 24. febrúar 2022 varðandi færslu á áætlun ræktunarstöðvar frá umhverfismiðstöð yfir til umhverfisdeildar. Ræktunarstöðin verði rekin þar samhliða Lystigarðinum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs þess efnis að færa áætlunina milli kostnaðarstöðva.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022 - viðauki
Málsnúmer 2021030524Lagður fram viðauki 1.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir viðauka 1 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Norðurorka hf. - aðalfundur 2022
Málsnúmer 2022030122Erindi dagsett 3. mars 2022 frá stjórn Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 31. mars kl. 13:00 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Fylgiskjöl
Samband íslenskra sveitarfélaga - þátttaka í verkefninu Samtaka um hringrásarhagkerfi
Málsnúmer 2022030052Erindi dagsett 1. mars 2022 frá Eygerði Margrétardóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem Akureyrarbæ er boðið að taka þátt í upphafsfundi verkefnisins "Samtaka um hringrásarhagkerfið" 16. mars nk. kl. 10:00-12:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrá Akureyrarbæ til þátttöku í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.
Fylgiskjöl
Öldungaráð - fundargerðir lagðar fyrir bæjarráð
Málsnúmer 2022030252Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar öldungaráðs dagsett 23. febrúar 2022.
Fylgiskjöl
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022
Málsnúmer 2022010393Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. febrúar 2022.
Fylgiskjöl
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál
Málsnúmer 2022030145Lagt fram til kynningar erindi dagsett 2. mars 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál
Málsnúmer 2022030018Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. febrúar 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál 2022.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0071.pdfFrumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál
Málsnúmer 2022030254Lagt fram til kynningar erindi dagsett 7. mars 2022 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál 2022.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0078.pdfDrög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í Samráðsgátt
Málsnúmer 2022030259Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga) sem hafa verið birt í Samráðsgátt. Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin eigi síðar en 15. mars 2022.
Drögin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3166