Bæjarstjórn - 3522
- Kl. 16:00 - 17:24
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3522
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonforseti bæjarstjórnar
- Hlynur Jóhannsson
- Jana Salóme I. Jósepsdóttir
- Brynjólfur Ingvarsson
- Gunnar Már Gunnarsson
- Andri Teitsson
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hulda Elma Eysteinsdóttir
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Hesjuvellir - umsókn um breytingu á aðalskipulagi
Málsnúmer 2022110462Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. nóvember 2022:
Erindi dagsett 10. nóvember 2022 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun íbúðarsvæðis ÍB24 á Hesjuvöllum. Áformin fela í sér stækkun íbúðarsvæðisins úr 0,2 ha í 3,0 ha og að innan þess verði heimilt að reisa allt að sjö íbúðarhús á stórum lóðum.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Meirihluti skipulagsráðs telur ekki forsendur fyrir hendi fyrir uppbyggingu íbúðarbyggðar á umræddu svæði þar sem ekki liggur fyrir hvernig grunnþjónustu eins og snjómokstri, skólaakstri o.þ.h. yrði háttað.
Meirihluti skipulagsráðs leggur þar af leiðandi til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði gegn tillögu skipulagsráðs.
Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur einnig bréf frá umsækjanda sem barst eftir fund skipulagsráðs.
Hlynur Jóhannsson kynnti málið.
Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulagsráðs og hafnar erindinu með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Skarðshlíð 20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2022110175Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:
Lögð fram tillaga Arkís arkitektastofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20. Á fundi bæjarstjórnar þann 15. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Skarðshlíð 20 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umrædd breyting fól í sér breytingu á byggingarreit fyrir 3ja til 5 hæða vinkilbyggingu ásamt bílakjallara og bílastæðum ofanjarðar. Tillagan sem nú er lögð fram gerir að auki ráð fyrir að hámarkshæð hússins hækki úr 16,2 m yfir gólfkóta fyrstu hæðar í 17,5 m. Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hlynur Jóhannsson kynnti málið.Bæjarstjórn samþykkir að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 atkvæðum.
Sjafnarnes - breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga
Málsnúmer 2021100029Liður 19 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:
Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes lauk þann 8. desember sl. Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga með skilyrði um kvöð varðandi fornleifaskráningu í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands.
Andri Teitsson kynnti málið.Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga með skilyrði um kvöð varðandi fornleifaskráningu í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands.
Austursíða 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2022090301Liður 20 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:
Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu vegna áforma á lóð nr. 2 við Austursíðu lauk þann 23. desember sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Landsneti og Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum á staðsetningu tengingar við Síðubraut.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu með breytingum eftir auglýsingu varðandi bílakjallara, stærð lóða og tilfærslu á aðkomu við Síðubraut.
Andri Teitsson kynnti málið.Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu með breytingum eftir auglýsingu varðandi bílakjallara, stærð lóða og tilfærslu á aðkomu við Síðubraut.
Álagning gjalda - sorphirðugjald 2023
Málsnúmer 2022110595Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. janúar 2023:
Lögð fram tillaga um gjaldskrá sorphirðugjalds fyrir árið 2023.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá þar sem sorphirðugjald 2023 er kr. 46.448 á íbúð. Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða gjaldskrá sorphirðugjalds.
Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032
Málsnúmer 2022110691Umræða um rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.
Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið og lagði fram svofellda tillögu:
„Bæjarstjórn Akureyrarbæjar er sammála þeim meginmarkmiðum sem sett eru fram í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Bæjarstjórn leggur áherslu á að flýta eins og kostur er endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og ganga í kjölfarið til viðræðna við ríkið og HMS um gerð samkomulags sem byggir á þeim markmiðum“.
Til máls tóku Lára Halldóra Eiríksdóttir, Jón Hjaltason, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Hlé var gert á fundi bæjarstjórnar undir þessum lið frá kl. 17:02 til kl. 17:15.
Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp til atkvæða og samþykkt með 11 atkvæðum.
Meirihluti bæjarstjórnar bókar:
„Akureyrarbær líkt og Reykjavíkurborg hefur byggt upp öflugara félagslegt leiguhúsnæðiskerfi en flest sveitarfélög og þannig tekið að sér forystuhlutverk. Í ljósi þess vill meirihluti bæjarstjórnar leggja áherslu á að komið verði til móts við það hlutverk í gegnum jöfnunarsjóð og að ákvæði þar að lútandi rati inn í höfuðstaðastefnu sem unnið er að“.Fylgiskjöl
Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2023010626Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.