Umhverfisnefnd - 58
- Kl. 16:00 - 17:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 58
Nefndarmenn
- Sigmar Arnarssonformaður
- Hulda Stefánsdóttir
- Petrea Ósk Sigurðardóttir
- Kolbrún Sigurgeirsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Jón Birgir Gunnlaugssonfundarritari
Sorphreinsun frá stofnunum Akureyrarkaupstaðar
Málsnúmer 2011030035Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim breytingum sem á útboðsgögnum hafa orðið frá því nefndin kom síðast saman þann 8. mars 2011.
<DIV><DIV>Umhverfisnefnd þakkar Karli fyrir góða kynningu á gögnum fyrir væntanlegt útboð á sorphreinsun frá stofnunum Akureyrarkaupstaðar.</DIV></DIV>
Vatnsaflsvirkjun í Glerárdal - frumathugun
Málsnúmer 2010030142Petrea Ósk Sigurðardóttir Framsóknarflokki og Valdís Anna Jónsdóttir Samfylkingu óska að eftirfarandi sé bókað:\n\nVið lýsum yfir mikilli óánægju með að málefni Fallorku, vegna virkjunar í Glerárdal, skuli ekki\nhafa borist umhverfisnefnd til umsagnar. Við teljum eðlilegt að þetta mál hefði fengið umræðu og afgreiðslu í fagnefndum bæjarins en ekki eingöngu í bæjarráði. Mikilvægt er að skoða málið frá öllum hliðum til að tryggja að mismunandi sjónarmið og rökstuðningur fái umræðu innan stjórnkerfis bæjarins áður en ákvörðun er tekin.
<P> </P>