Bæjarráð - 3454
- Kl. 08:30 - 13:08
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3454
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Matthías Rögnvaldsson
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Áshildur Hlín Valtýsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Sjúkratryggingar Íslands - staða samninga
Málsnúmer 2015040019Farið yfir stöðu samninga við Sjúkratyggingar Íslands vegna sjúkraflugs og sjúkraflutninga.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Auk þess sátu fundinn undir þessum lið eftirtaldir nefndarmenn í framkvæmdaráði: Dagur Fannar Dagsson formaður, Eiríkur Jónsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson og Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi.Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi kl. 09:47.
Rekstur - staða mála - framkvæmdaráð
Málsnúmer 2015040014Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Dagur Fannar Dagsson formaður framkvæmdaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokkunum.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.
Auk þess sátu fundinn undir þessum lið eftirtaldir nefndarmenn í framkvæmdaráði: Eiríkur Jónsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson og Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi.Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista mætti aftur á fundinn kl. 11:17.
Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015
Málsnúmer 2015040016Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til febrúar 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Leikfélag Akureyrar - lán
Málsnúmer 2013010067Erindi dagsett 31. mars 2015 frá stjórn Menningarfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær felli niður útistandandi skuld Leikfélags Akureyrar við Akureyrarbæ eða fresti láninu á meðan á þriggja ára upphafstímabili MAk stendur.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að fresta greiðslu á láninu til 1. janúar 2018 og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu.
Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 201203026214. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:
Skipulagsnefnd hafnaði beiðni um breytingu á skilmálum lóðarinnar Aðalstræti 12b á fundi sínum 25. febrúar sl.
Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar, fer fram á endurupptöku á afgreiðslu skipulagsnefndar þar sem hann telur að ákvörðunin hafi verið haldin ágöllum og ekki í samræmi við lög.
Til vara er þess óskað að skipulagsnefnd rökstyðji ákvörðun sína með vísun í 21. gr. stjórnsýslulaga.
Skipulagsnefnd vísar beiðni um endurupptöku málsins til bæjarráðs í samræmi við 54. gr. bæjarmálasamþykktar Akureyrar.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til endurupptöku.
Eyþing - fulltrúaráð - fundargerð
Málsnúmer 2013110069Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar fulltrúaráðs Eyþings dagsett 20. febrúar 2015.
Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð
Málsnúmer 2010020035Lögð fram 88. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 25. mars 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 4. lið til Norðurorku, aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerð
Málsnúmer 2015010103Lögð fram til kynningar fundargerð 59. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 24. mars 2015.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdirHverfisnefnd Brekku- og Innbæjar - fundargerð
Málsnúmer 2014010026Lagðar fram til kynningar 41. fundargerð hverfisnefndar Brekku- og Innbæjar dagsett 19. nóvember 2014 ásamt greinargerð og fundargerð aðalfundar dagsett 25. mars 2015.
Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdirHverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerð
Málsnúmer 2015010101Lögð fram til kynningar 83. fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 3. mars 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerð
Málsnúmer 2015010085Lögð fram 13. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 18. mars 2015.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfiBæjarráð vísar 3., 5. og 6. lið til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð
Málsnúmer 2014100184Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. mars 2015. Fundargerðin er í 11 liðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu 2. liðar í fundargerðinni.
Bæjarráð vísar 2. lið til velferðarráðs, 3. og 9. lið til skipulagsdeildar, 4. lið til Akureyrarstofu, 5. lið a), c), d) og f) til samfélags- og mannréttindadeildar, 5. lið b), 8., 10. og 11. lið til framkvæmdadeildar, 6. lið til hafnarstjóra, 1., 5. liður e) og 7. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2015
Málsnúmer 2015030268Erindi dagsett 30. mars 2015 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 17. apríl 2015 kl. 15:30 í Salnum, Kópavogi. Vakin er athygli á því að rétt til að sækja aðalfund eiga allir sveitarstjórnarmenn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2015
Málsnúmer 2015030252Erindi dagsett 25. mars 2015 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 29. apríl nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst fundurinn kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Molta ehf - aðalfundur 2015
Málsnúmer 2015040009Erindi dagsett 30. mars 2015 frá Ólöfu Hörpu Jósefsdóttur framkvæmdastjóra þar sem boðað er til aðalfundar Moltu ehf, mánudaginn 20. apríl nk. kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri.
Bæjarráð felur formanni framkvæmdaráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.