Félagsmálaráð - 1133
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1133
Nefndarmenn
- Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Jóhann Ásmundsson
- Oktavía Jóhannesdóttir
- Sif Sigurðardóttir
- Margrét Guðjónsdóttirfundarritari
Fjárhagserindi 2011 - áfrýjanir
Málsnúmer 2011010144Snjólaug Jóhannesdóttir og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið og kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Fjárhagsaðstoð 2011
Málsnúmer 2011010143Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri á fjölskyldudeild lögðu fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu níu mánuði ársins 2011.
<DIV></DIV>
Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2011
Málsnúmer 2011010145Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti ýmis úrræði sem eru í vinnslu varðandi einstaklinga sem eru á framfærslu.\nÓlöf E. Leifsdóttir forstöðumaður og Magnús Kristjánsson rekstrarstjóri á Plastiðjunni Bjargi/Iðjulundi kynntu starfsemi Plastiðjunnar.\nTryggvi Þór Gunnarsson L-listanum vék af fundi undir þessum lið.
<DIV></DIV>
Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni 2010
Málsnúmer 2010010001Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram samning við Aflið sem gerður var í nóvember 2010.
<DIV>Félagsmálaráð samþykkir samninginn.</DIV>
Almannaheillanefnd
Málsnúmer 2008100088Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram til kynningar síðustu fundargerð almannaheillanefndar.
<DIV></DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - þjónustusamningur SÍ og Akureyrarbæjar 2011
Málsnúmer 2011050121Margrét Guðjónsdóttir kynnti nýjan þjónustusamning milli Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um heilsugæsluþjónustu. Samingurinn gildir út þetta ár og framlengist verði honum ekki sagt upp.
<DIV></DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - niðurskurður 2012
Málsnúmer 2011100095Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og Þórir V. Þórisson yfirlæknir á HAK lögðu fram tillögur að niðurskurði fyrir árið 2012. Miðað við fjárhagsramma ársins þarf að spara um 15 milljónir.
<DIV> </DIV>