Bæjarráð - 3596
- Kl. 08:15 - 10:50
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3596
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Dagbjört Elín Pálsdóttir
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Preben Jón Péturssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirforstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2018
Málsnúmer 2018040257Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til mars 2018.
Kristjana Hreiðarsdóttir aðalbókari á fjársýslusviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017
Málsnúmer 20170801442. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 24. apríl 2018:
Bæjarstjórn vísar ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Umræður um ársreikning.Fylgiskjöl
Hreinsun gatna - útboð á götusópun 2018
Málsnúmer 20180205174. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:
Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í hreinsun gatna.
Einnig lagt fram minnisblað dagsett 12. apríl 2018 um hreinsun götukanta.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við Hreinsitækni ehf. Einnig samþykkir ráðið að sækja um viðauka að upphæð 9 milljónir króna vegna hreinsunar götukanta í bænum.Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fylgiskjöl
Vaðlaheiðargöng - samkomulag vegna búnaðar í göngunum
Málsnúmer 20180303607. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:
Lögð fram drög að samningi við Vaðlaheiðargöng hf um framlag til Slökkviliðs Akureyrar og Þingeyjarsveitar vegna Vaðlaheiðarganga.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningi með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
Bæjarstjóri kynnti samninginn.Fylgiskjöl
Fjölskylduheimili
Málsnúmer 20180400091. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 4. apríl 2018:
Lagt fram til kynningar minnisblað Vilborgar Þórarinsdóttur forstöðumanns barnaverndar dagsett 30. mars 2018 um fjölskylduheimili.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tekur vel í hugmyndina um fjölskylduheimili og leggur til að hún verði kynnt fyrir bæjarráði.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerð
Málsnúmer 2017010127Lögð fram fundargerð 108. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 11. apríl 2018.
Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdirLiðir 1-5, 7 og 9 eru lagðir fram til kynningar. Bæjarráð vísar liðum 6 og 8 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð
Málsnúmer 2010020035Lögð fram 116. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 15. apríl 2018.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdirLiðir 1, 2 og 4 eru lagðir fram til kynningar. Bæjarráð vísar lið 3 til bæjarstjóra.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2018
Málsnúmer 2018040275Erindi dagsett 18. apríl 2018 frá Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 2. maí nk. kl. 14:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.
Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem aðalmann í stjórn SÍMEY og Hlyn Má Erlingsson til vara.
Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál.
Málsnúmer 2018040240Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál 2018.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0673.htmlTillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál
Málsnúmer 2018040231Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál 2018.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0690.htmlFrumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál
Málsnúmer 2018040233Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál 2018.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0653.htmlTillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029, 479. mál
Málsnúmer 2018040236Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029, 479. mál 2018.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0689.html