Bæjarráð - 3378
- Kl. 08:00 - 10:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3378
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Oddur Helgi Halldórsson
- Geir Kristinn Aðalsteinsson
- Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
- Sigurður Guðmundsson
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonáheyrnarfulltrúi
- Logi Már Einarssonáheyrnarfulltrúi
- Njáll Trausti Friðbertssonáheyrnarfulltrúi
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Íslendingafélagið í Curitiba í Brasilíu - væntanleg heimsókn
Málsnúmer 2013010136Lagt fram til kynningar bréf dags. 21. júní sl. frá formanni Íslendingafélagsins í Curitiba í Brasilíu.
<DIV> </DIV>
Hagsmunasamtök heimilanna - styrkbeiðni 2013
Málsnúmer 2013080171Erindi dags. 19. ágúst 2013 frá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem óskað er eftir styrk vegna tveggja kostnaðarsamra mála sem Hagsmunasamtökin reka nú fyrir dómstólum.
<DIV>Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.</DIV>
Íþróttabandalag Akureyrar - íþróttasaga Akureyrarbæjar
Málsnúmer 20130701544. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 22. ágúst 2013:\nTekið fyrir að nýju erindi dags. 8. júlí 2013 frá Þresti Guðjónssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi til að hefja vinnu við að skrifa og gefa út íþróttasögu Akureyrarbæjar.\nÍþróttaráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarráðs.
<DIV>Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.</DIV>
Evrópsk lýðræðisvika
Málsnúmer 2013080196Lagt fram til kynningar erindi dags. 23. ágúst 2013 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að Evrópuráðið hafi undanfarin ár hvatt sveitarfélög í aðildarríkjum sínum til að skipuleggja lýðræðisviku í kringum 15. október. Áhersla ársins í ár er virk þátttaka íbúa í sveitarstjórnarmálum og kosningum til sveitarstjórna.
<DIV> </DIV>
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti á fundinn kl. 08:25.$line$
Glerárgata 20 - gatnagerðargjöld
Málsnúmer 2013080199Erindi dags. 26. ágúst 2013 frá Arinbirni Þórarinssyni f.h. Þorps ehf þar sem fyrirtækið óskar eftir því að verða losað undan kvöð um greiðslu bílastæðagjalds að uppfylltum öllum skilyrðum vegna þeirrar viðbyggingar sem búið er að gefa leyfi fyrir. Um leið er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um frekari breytingar á lóð.
<DIV><DIV>Bæjarráð hafnar beiðni Þorps ehf um undanþágu á greiðslu bílastæðagjalds og vísar erindinu að öðru leyti til skipulagsdeildar.</DIV></DIV>
Íbúafundur í Hrísey - 2013
Málsnúmer 2013080198Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ingimari Ragnarssyni, dags. 23. ágúst 2013, þar sem segir að ákveðið hafi verið að halda íbúafund í íþróttamiðstöðinni í Hrísey laugardaginn 14. september nk. kl. 12:00, um möguleika í uppbyggingu atvinnumála í eyjunni.
<DIV></DIV>
Almenningssamgöngur á Norðausturlandi
Málsnúmer 2013070128Umræður um almenningssamgöngur á Norðausturlandi.
<DIV></DIV>