Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 855
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 855
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Ægisgata 1 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2022021335Erindi dagsett 28. febrúar 2022 þar sem Skarphéðinn Reynisson sækir um úrtak úr kantsteini fyrir bílastæði við hús nr. 1 við Ægisgötu. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með allt að 4 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.
Hulduholt 23 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022030212Erindi dagsett 4. mars 2022 þar sem Valbjörn Ingi Vilhjálmsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóð nr. 23 við Hulduholt.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Norðurtangi 1 - umsókn um byggingarleyfi, starfsmannaaðstaða
Málsnúmer 2022010634Erindi dagsett 12. janúar 2022 þar sem Gunnar Stefán Larsen fyrir hönd Hampiðjunnar Ísland ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 1 við Norðurtanga. Fyrirhugað er að innrétta verslunarrými á jarðhæð og útbúa starfsmannaaðstöðu á annarri hæð. Brunavarnir verða skilgreindar að nýju. Innkomnar nýjar teikningar 7. mars 2022.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Ráðhústorg 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021110094Erindi dagsett 2. nóvember 2021 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Kasa fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1 við Ráðhústorg. Fyrirhugað er að breyta rými sem nú er skyndibitastaður í aðstöðu fyrir fasteignasölu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Óðinsnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021060028Erindi dagsett 14. febrúar 2022 frá Helga Má Halldórssyni þar sem hann fyrir hönd Smáragarðs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir þremur samsettum gámum staðsettum hjá húsi nr. 2 við Óðinsnes. Innkomnar nýjar teikningar 2. mars 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.