Umhverfis- og mannvirkjaráð - 65
- Kl. 08:15 - 11:15
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 65
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Nökkvi, félag siglingamanna - áætlun um uppbyggingu aðstöðuhúss
Málsnúmer 2019040064Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 19. september 2019 eftirfarandi bókun:
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. september 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð vísar lið 6 til umhverfis- og mannvirkjaráðs
Liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:
Rúnar Þór Björnsson formaður og Tryggvi Jóhann Heimisson varaformaður Nökkva komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa
Þeir lögðu fram áskorun til bæjaryfirvalda um að meirihluti bæjarstjórnar standi við gerðan samning um uppbyggingu á svæði Siglingaklúbbsins Nökkva frá 2014.Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir fundi með frístundaráði og stjórn Siglingaklúbbsins Nökkva til þess að ræða hugsanlegar lausnir.
Fylgiskjöl
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020
Málsnúmer 2019060039Lögð fyrir fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs og einnig kynnt drög að nýframkvæmdaáætlun fyrir árið 2020.
Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið undir málaflokkum 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 í málaflokkum 145 Strætisvagnar Akureyrar og 133 Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.