Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júlí 2024:
Lögð fram drög að tímabundnum lóðarleigusamningi fyrir lóð við Súluveg með landeignanúmerið L149596. Er miðað við að afmörkun lóðar breytist til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til að gerður verði tímabundinn lóðarleigusamningur til 10 ára við M og S ehf. við Súluveg, skv. fyrirliggjandi drögum að samningi, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, og leggur til við bæjarráð að lóðarveiting verði án auglýsingar, með vísan til ákvæðis 2.3 um úthlutun lóða, þegar hreinsað hefur verið til á lóðinni og skilmálar deiliskipulagsins uppfylltir.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði tímabundinn lóðarleigusamningur til 10 ára við M og S ehf. fyrir lóð við Súluveg og að lóðarúthlutun verði án auglýsingar með vísan til 2.3 gr. í reglum um úthlutun lóða, þegar hreinsað hefur verið til á lóðinni og skilmálar deiliskipulagsins uppfylltir.
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:
Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg nýjan stað. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.
Samhliða uppbyggingu á nýrri lóð mun starfsemi steypustöðvar við Súluveg hætta.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til að 5. gr. í samningsdrögum verði felld niður. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að lóð við Sjafnarnes 9 verði úthlutað til Malar og sands án auglýsingar þegar þessi samningur hefur verið undirritaður. Að öðru leyti vísar skipulagsráð málinu til bæjarráðs.
Fyrir bæjarráði liggur ákvörðun um að úthluta lóð við Sjafnarnes 9 án auglýsingar á grundvelli samkomulags við M og S ehf.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð við Sjafnarnes 9 til M og S ehf. án auglýsingar með vísan til 2.3 gr. í reglum um úthlutun lóða á grundvelli undirritaðs samkomulags við fyrirtækið.
Lagt fram til kynningar samkomulag við Landsnet vegna Dalvíkurlínu 2.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið og þá sat Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Dan Jens Brynjarsson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar og Ríkissjóðs Íslands vegna hjúkrunarheimilisins Hlíðar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá samningum við ríkið vegna yfirfærslu á eignarhaldi og uppgjörs á nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri miðað við fyrirliggjandi drög.
Lagt fram til kynningar fimm mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagður fram viðauki 4.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4. Viðaukinn er vegna uppfærslu á forsendum fjárhagsáætlunar 2024 þar sem niðurstöður ársreiknings 2023 eru settar inn. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar batnar um 174,4 m.kr og áætlað handbært fé í árslok lækkar um 153,4 m.kr.
Lögð fram til kynningar drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.
Rætt um útboð á endurskoðun ársreikninga Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að endurskoðun ársreikninga Akureyrarbæjar verði boðin út innan rammasamnings Ríkiskaupa og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram og undirbúa útboðsgögn.
Erindi dagsett 2. júlí 2024 frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Sveitarfélagið hefur frest til kl. 12:00, föstudaginn 16. ágúst nk., að samþykkja eða hafna tilboðinu en óskað er eftir svari sem fyrst.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tilboð um styrk til lagningar ljósleiðara til allra lögheimila Akureyrarbæjar utan markaðssvæða í þéttbýli.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2025. Málið var á dagskrá umhverfis- og mannvirkjaráðs 2. júlí sl. og samþykkti ráðið fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá og lagði til að atvinnu- og menningarteymi yrði falið að vinna kynningarefni fyrir bæjarbúa.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá sorphirðugjalda fyrir árið 2025. Bæjarráð felur jafnframt atvinnu- og menningarteymi bæjarins að kynna vel breytingar á sorphirðukerfi og sorphirðugjöldum fyrir bæjarbúum.
Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. júlí 2024:
Lagt fram minnisblað varðandi framtíðaráform vegna Skjaldarvíkur.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og auglýsa fasteignirnar til leigu og vísar ákvörðuninni um fullnaðarafgreiðslu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að auglýsa fasteignirnar til leigu og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.
Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.
Liður 9 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. júlí 2024:
Lögð fram umsögn og niðurstaða dómnefndar um tillögur í alútboði um hönnun og byggingu á leikskóla í Hagahverfi, Akureyri. Útboðið var sett upp í þremur fösum.
Í fyrsta fasa mat dómnefnd atriði og þætti tilboða sem tilgreindir voru í útboðslýsingu og voru þau tilboð sem uppfylltu grunnatriði útboðslýsingarinnar metin. Í fyrsta fasa hefur dómnefnd hvorki fengið að sjá verð né nöfn bjóðenda. Þær tillögur sem náðu lágmarkseinkunn í fyrsta fasa fara áfram í verðsamanburð í öðrum fasa.
Þar eru opnuð verð þeirra tilboða sem náðu lágmarkseinkunn. Einkunn tilboðanna hefur áhrif á samanburð tilboðanna til lækkunar á samanburðarverði. Það tilboð sem er með lægsta samanburðarverðið er metið sem hagstæðasta tilboðið og kemst þar með í fasa þrjú sem snýr að hæfni bjóðanda.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Húsheild Hyrnu ehf. á grundvelli tilboðs þeirra með fyrirvara um að þeir uppfylli kröfur á bjóðanda í þriðja og síðasta fasa útboðsins og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Húsheild Hyrnu ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júlí 2024:
Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðabyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðarbyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar, og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. júní 2024:
Lögð fram beiðni um viðauka vegna fjárhagsaðstoðar.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann. Viðaukinn er að fjárhæð 133,4 m.kr. en á móti kemur 93,3 m.kr. hækkun á tekjum í formi framlags frá ríkinu vegna móttöku flóttafólks.
Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. júní 2024:
Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka vegna þjónustu við börn.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann. Viðaukinn er að fjárhæð 151,9 m.kr. en á móti kemur 131,5 m.kr. hækkun á tekjum í formi framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. júní 2024:
Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka vegna NPA og notendasamninga.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann. Viðaukinn er að fjárhæð 42,9 m.kr. en á móti kemur 11,9 m.kr. hækkun á tekjum.
Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. júní 2024:
Tekinn fyrir að nýju samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samningnum og vísar til bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Erindi dagsett 24. júní 2024 frá Samtökum um kvennaathvarf vegna húsnæðismála samtakanna á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Lögð fram tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Ingimar Eydal verði aðalmaður í stað Óskars Inga Sigurðssonar til og með 31. maí 2025.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Lögð fram tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Snæbjörn Sigurðarson verði varamaður í stað Ingimars Eydal til og með 31. maí 2025.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 26. júní 2024.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 949. og 950. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldnir voru fimmtudaginn 13. júní og föstudaginn 21. júní.