Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Það er ljóst að verðbólga sem við búum við mun reynast rekstrinum erfið sem og vanfjármögnun einstakra málaflokka sem færð hafa verið frá ríki til sveitarfélaga. Bæjarráð skorar á Alþingi að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Erindi dagsett 26. júní 2022 þar sem Jóhann Þór Jónsson fyrir hönd atNorth ehf. óskar eftir að fá að greiða álögð gatnagerðargjöld fyrir athafnalóð við Hlíðarfjallsveg sem fengist hefur vilyrði fyrir eftir því sem verkinu fram vindur og þá til samræmis við þá áfangaskiptingu sem fyrirtækið sér fram á að vinna eftir. Er gert ráð fyrir að uppbygging skiptist í þrjá áfanga og að svæðið verði fullbyggt á næstu 6 árum. Óskað er eftir að hver áfangi komi til gjalda við samþykk byggingarleyfis og að greiðslum verði dreift til næstu 12 mánaða þar á eftir.
Til viðbótar við framangreint óskar atNorth eftir því að fá úthlutað eða að öðrum kosti fá frátekna lóðina Hlíðarfjallsvegur 5B sem er til austurs frá núverandi lóð enda er það mikilvægt fyrir félagið að hafa tryggt framtíðasvæði til uppbyggingar gangi öll áform eftir.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar beiðni um skiptingu gatnagerðargjalda með fimm samhljóða atkvæðum og vísar ákvörðun um lóðarúthlutun til skipulagsráðs.
Erindi dagsett 17. maí 2022 frá undirbúningsnefnd Hríseyjarhátíðar þar sem óskað er eftir 500.000 kr. styrk til að halda hátíðina.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum styrk að upphæð kr. 350.000 til verkefnisins og óskar eftir að skipuleggjendur skili greinargerð um rekstur og aðsókn að hátíð lokinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við Ferðamálafélag Hríseyjar um Fjölskylduhátíðina.
Liður 6. í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 14. júní 2022 varðandi opnun tilboða í 2 snjótroðara.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti kaup á tveimur uppteknum snjótroðurum af tegund Pisten Bully samkvæmt lægsta tilboði frá Arctic Trucks fyrir hönd Pisen Bully. Kostnaður að meðtöldum aukabúnaði er kr. 118.733.761. Greiða þarf um 18 milljónir króna á árinu 2022 en afganginn 2023 þ.e. um 101 milljón króna. Eftirstöðvar fjárveitinga til búnaðarkaupa á árinu 2022 eru um 16 milljónir króna en á árinu 2023 voru áætlaðar 55 milljónir króna. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir að bæta við um 8 milljónum króna á árinu 2022 og um 52 milljónir króna á árinu 2023.
Niðurstöður opnunar eftir yfirferð þar sem auka olíutankur á spil snjótroðara er bætt við:
Artic Trucks - Pisten Bully kr. 110.273.076
Rafstilling - Prinoth kr. 135.093.865
Rafstilling - Prinoth kr. 147.409.222
Niðurstaða opnunar eftir yfirferð að viðbættum snjódýptarmæli á spil snjótroðara:
Artic Trucks - Pisten Bully kr. 118.733.761
Rafstilling - Prinoth kr. 141.156.810
Rafstilling - Prinoth kr. 153.472.167
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar.
Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:
Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna yfirbyggingar á drifstöð Fjallkonunnar ásamt viðbyggingu.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf á að fara yfir þarfagreiningu og kostnaðaráætlun og ræða mögulegar útfærslur til að auka rekstraröryggi og bæta aðbúnað við Fjallkonuna fyrir starfsfólk og gesti Hlíðarfjalls.
Verkefninu er vísað til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Lögð fram beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um kaup á aðgangsstýringarhliðum frá Skidata fyrir Fjallkonu og skíðagöngubraut í Hlíðarfjalli.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar.
Lögð fram tillaga að breytingu á verðskrá fyrir Hjólagarð Hlíðarfjalls 2022.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykktir breytinguna með fimm samhljóða atkvæðum.
Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2022 um framlengingu á leigusamningum við rekstraraðila veitingasölu, skíðaleigu og skíðaskóla í Hlíðarfjalli um 3 ár eða til vetrarloka árið 2025.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlengingu á leigusamningum við rekstraraðila veitingasölu, skíðaleigu og skíðaskóla í Hlíðarfjalli um 3 ár eða til vetrarloka 2025.
Vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að framlengja leigusamningana við rekstraraðila veitingasölu og skíðaleigu um 3 ár og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að ræða við forsvarsmenn skíðaskólans og leggja nýjan samning fyrir bæjarráð.
Erindi dagsett 27. júní 2022 frá SSNE þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni nýja fulltrúa eða staðfesti fyrri skipun í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.
Bæjarráð staðfestir skipan Andra Teitssonar og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur í starfshópinn og ræður kynjasamsetning starfshópsins því hvort þeirra verður valið.
Erindi dagsett 20. júní 2022 frá Innviðaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að vinna sé hafin við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og landskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur. Innlegg skal skrá inn á síðu stjórnarráðsins í síðasta lagi 31. júlí n.k. Litið verður á innlegg frá hverju sveitarfélagi fyrir sig sem verðmætan þátt í því að draga fram heildarmynd um stöðu og lykilviðfangsefni sveitarstjórnarstigsins.
Bæjarráð leggur áherslu á að veittur verði frestur á að veita upplýsingar og innlegg til loka september.