Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar:
1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.
2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.
3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.
4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.
5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.
6. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
7. Ábendingar og svör, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
8. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, Umhverfisskýrsla.
9. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, stígakort (fylgiskjal).
10. Tímaferli aðalskipulagsins.
Skipulagsráð fór yfir ábendingar og umsagnir sem borist hafa við skipulagstillöguna og svör ráðsins koma fram í skjölunum "Ábendingar og úrvinnsla" og "Umsagnir og úrvinnsla" sem birtar verða með fundargerð.
Afgreiðslu skipulagsins frestað til aukafundar 17. eða 18. ágúst næstkomandi.
Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Kjarnagötu 51.
Breyting á deiliskipulagi felst í eftirfarandi:
1. Byggingareitir innan lóðahluta breikka um 0,6 m inn á lóð en með því verða inngangssvalir/stigahús innan byggingareita.
2. Svalir íbúða mega ná 2,0 m út fyrir byggingareiti en áður var hámarkið 1,6 m.
3. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Davíðshaga 2 hækki úr 2.202,0 m² í 2.392,0 m².
4. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Davíðshaga 4 hækki úr 2.187,8 m² í 2.392,0 m².
5. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kristjánshaga 2 lækki úr 2.031,3 m² í 1.830,0 m².
6. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Elísarbetarhaga 1 hækki úr 1.396,7 m² í 2.028,0 m².
7. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kjarnagötu 51 hækki úr 1.857,7 m² í 1.925,0 m².
8. Byggingarmagn innan lóðarhluta við Kjarnagötu 53 hækki úr 1.814,6 m² í 1.925,0 ².
9. Byggingarmagn sameiginlegs afnotahluta lækki úr 2.002,0 m² í 1.751,0 m² sem skiptist í bílageymslu: 1.626,0 m² og skýli: 125,0 m².
10. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækki úr 1,17 í 1,46. Megin ástæða þeirrar breytingar er sú að áður var byggingarmagn bílageymslu skráð sér í lóðarlykli og því var byggingarmagn bílageymslu ekki hluti af nýtingarhlutfalli í lóðarlykli. Önnur ástæða fyrir hækkuðu nýtingarhlutfalli er sú að bætt er við kjallara að hluta undir öllum húsunum.
11. Smávægileg breyting verði gerð á uppsetningu lóðarlykils fyrir Kjarnagötu 51. Skilgreiningin "byggingarmagn bílageymslu" breytist í "byggingarmagn bílageymslu/skýlis". Er þar átt við aðstöðuskýli á sameiginlegum afnotahluta.
12. Breyting verði gerð á byggingarreit fyrir tengibyggingu milli Davíðshaga 4 og bílageymslu þannig að tengibyggingin verði innan sérafnotahluta lóðar fyrir Davíðshaga 4.
Deiliskipulagstillagan er unnin af Landslagi ehf. dagsett 5. júlí 2017.
Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda í lóð.
Einungis er um að ræða minniháttar leiðréttingu og breytingar á deiliskipulaginu og er breyting sem varðar einungis Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Tekin fyrir tillaga sviðsstjóra að hafinn verði undirbúningur á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Krossanes, reit 1.14.1 I í aðalskipulagi.
Skipulagsráð heimilar sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðisins.