Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Leiðbeiningar vegna fjarfunda lagðar fram til kynningar
Viðbragðsáætlun samfélagssviðs vegna COVID-19 lögð fram til kynningar ásamt viðbrögðum einstakra stofnanna innan samfélagssvið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að kalla eftir upplýsingum frá fyrirtækjum á Akureyri um það hvernig samkomubann og önnur tilmæli frá yfirvöldum v/ Covid-19 veirunnar hafa áhrif á afkomu fyrirtækja. Einnig að kallað verði eftir upplýsingum frá aðilum í menningargeiranum hvernig staðan bitnar á faglegu starfi sem og fjárhagslegu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að árskort að Listasafni Akureyrar verða framlengd um þann tíma sem safnið er lokað.
Lagt fram til kynningar erindi vegna COVID-19 sem markaðsstofur landshlutanna sendu til ráðherra ferðamála.
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands tók þátt í fundinum undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Arnheiði fyrir greinargóðar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að horft verði til sérstöðu ferðaþjónustu á landsbyggðunum í þeim viðspyrnuaðgerðum sem mótaðar verði í kjölfar COVID-19. Mikill munur er á aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja á þeim svæðum þar sem ferðaþjónusta er heilsársstarfsemi og á þeim svæðum þar sem árstíðarsveifla er mikil sem er einkennandi fyrir stóran hluta landsbyggðanna.
Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk gerði grein fyrir 5 og 6 mánaða uppgjöri Menningarfélagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði fyrir kynninguna.
Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri gerði grein fyrir tillögu að fyrirhuguðum breytingum á skipuriti samfélagssviðs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjaráðs.
Karl Liljendal Hólmgeirsson vék af fundi kl. 14:00
Í ár bárust 42 umsóknir um verkefnastyrki í Menningarsjóð Akureyrar; 7 umsóknir bárust um samstarfssamninga og 10 um sumarstyrki ungra listamanna.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Unni Maríu Máney Bergsveinsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 240.000 til verkefnisins Sirkussmakk á Akureyri sem eru sirkussmiðjur sem boðið verður upp á sumarið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Sunnu Ástþórsdóttur, f.h. Libiu Castro, Ólafs Ólafssonar og Cycle tónlistar- og myndlistarhátíðarinnar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til þátttöku kammerkórsins Hymnodiu í tónlistarverkefni á Listahátíð í Reykjavík og sýning á verkinu í Listasafninu á Akureyri sumarið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 190.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 1. febrúar 2020 frá Eyþóri Inga Jónssyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 til upptöku á klassískri sólóplötu á árinu 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 1. febrúar 2020 frá Örnu Maríu Kristjánsdóttur, f.h. Laumulistasamsteypunnar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Kraftur Kaldbaks, þar sem 16 listamenn frá ýmsum heimsálfum koma sama í Hrísey sumarið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 240.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Laufeyju Sigrúnu Haraldsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Töfrandi heimur flyglanna - flygladúó sem eru tónleikar í Menningarhúsinu Hofi árið 2021.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur, f.h. Barokkbandsins Brákar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Brák og Bach sem eru tónleikar á Akureyri árið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 1. febrúar 2020 frá Michael Jón Clarke þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Ópera-söngleikur: Vatnsenda-Rósa sem á að vera tilbúið til flutnings fyrir leikhús og menningarsamtök um land allt árið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 130.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Mótorhjólasafni Íslands þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins Start up day. Gangsetning eldri mótorhjóla sem haldinn verður sumarið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Örnu Guðnýju Valsdóttur, f.h. Vídeólistahátíðarinnar heim, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til að standa að tveimur sýningum á vegum Vídeólistahátíðarinnar heim haustið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 240.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 29. janúar 2020 frá Anítu Hirlekar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins Kynning á Vetralína 2020 ANITA HIRLEKAR sem er fatalínuinnsetning á Listasumri á Akureyri sumarið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Gunnlaugu E. Friðriksdóttur, f.h. ÁLFkvenna ljósmyndaklúbbs, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins HEMA / HOME sem er samstarfsverkefni ljósmyndaklúbbsins og hóps ljósmyndara í Edinborg sem endar með sýningum í báðum borgum á Akureyrarvöku 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 16. janúar 2020 frá Sesselíu Ólafsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Betur sjá augu - eftirvinnsla sem er lokahjalli stuttmyndar sem sýnd verður sumarið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 190.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Urði Steinunni Önnudóttur Sahr þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins Skynverur sem er dans- og hljóðverk sem flutt verður á Listasumri 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Jóhannesi Ágústi Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 120.000 til verkefnisins Lagasmíðasmiðja sem er tveggja til þriggja daga smiðja sem haldin verður á Listasumri 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 25. janúar 2020 frá Sigfúsi Þorgeiri Fossdal, f.h. Aflraunafélags Akureyrar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins Sterkasta kona Íslands 2020 þar sem styrkurinn yrði eyrnamerktur sjónvarpskostnaði.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Antoni Ólafssyni, f.h. Bílasafns Akureyrar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins Samgöngusaga Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu vegna vinnu við að koma gögnum yfir á tölvutækt form á árinu 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 30. janúar 2020 frá Kristjáni Ingimar Ragnarssyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Danshátíð í Hrísey sem haldin verður í ágúst 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 1. febrúar 2020 frá Lara Wilhelmine Hoffmann, f.h. Ós Pressunnar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins A series of (multilingual) writing workshops in Akureyri sem eru ritlistasmiðjur sem haldnar verða á Akureyri 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 31. janúar 2020 frá Sigríði Dagnýju Þrastardóttur, f.h. Bifhjólaklúbbsins Norðuramts Tíunnar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100.000 til verkefnisins Hjóladagar sem verða haldnir á Akureyri sumarið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Hreggviði Ársælssyni, f.h. Akx ehf, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Ak Extreme 2020 sem er snjóbrettahátíð sem haldin verður í apríl 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Innflytjendaráði á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Alþjóðlegt eldhús 2020 sem er samstarfsverkefni milli Íslendinga og innflytjenda á Akureyri.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 240.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 17. janúar 2020 frá Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins Draumur á Jónsmessunótt sem eru miðnæturtónleikar í Akureyrarkirkju á Jónsmessuhátíð á Akureyri 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Myndlistarfélaginu þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Tilraunastofa í listum sem er samstarfsverkefni Myndlistarfélagsins og Gilfélagsins á tímabilinu mars til maí 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 190.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 29. janúar 2020 frá Lilju Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Stabat Mater í Akureyrarkirkju sem eru tónleikar í apríl 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Afrika-Lole, áhugamannafélag, f.h. FAR Fest Afríka, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 800.000 til verkefnisins FAR Fest Afríka Akureyri 2020 sem eru örnámskeið og eða tónleikar í grunnskólum og öldrunarheimilum á Akureyri.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Svani Davíð Vilbergssyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Unaðstónar frá ýmsum löndum sem eru tónleikar á Akureyri 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Eyrúnu Unnarsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Daníel og dívurnar sem eru klassískir kaffitónleikar á Akureyri 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Kammerkór Norðurlands þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins 20 ára afmælistónleikar Kammerkórs Norðurlands og upptöku á hljómdiski. Verkefnið verður á árinu 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 28. janúar 2020 frá Erlu Dóru Vogler, f.h. Tríós Akureyrar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Sögur afa og söngvar langafa sem eru tónleikar í Hrísey 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 30. janúar 2020 frá Einari Óla Ólafssyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Hugur eins og völundarhús sem er upptaka og tónleikar vegna smáskífu.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 130.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 1. febrúar 2020 frá Daníel Andra Eggertssyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins Vorkvöld í Laugarborg sem eru tónleikar í Laugarborg, Hrafnagili í mars 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Gilfélaginu þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Islandsfarger þar sem níu listamenn frá Akureyri sýna verk sín í Hälleforsnäs í Svíþjóð haustið 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 130.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Ísak Ríkharðssyni, f.h. ZHdK Strings, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins ZHdK Strings í Hofi sem eru tónleikar í Hömrum í Hofi 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 130.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Dagnýju Huldu Valbergsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Ljósberar sem er heimildarmynd um ljósmæður sem kláruð verður 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 130.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Fanneyju Kr. Snjólaugardóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Hjartanæring sem er tónleikaröð í Grímsey, Hrísey og Akureyri í júní 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 240.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Jóni Hlöðver Áskelssyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Konsert (Sinfónía) f. Morse-tæki og sinfóníuhljómsveit sem halda á í Hofi í október 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 240.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 28. janúar 2020 frá Erlu Dóru Vogler þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Óperukæti í leikskólum Akureyrar sem er stutt innsýn í óperuheiminn fyrir börn á leikskólum á Akureyri 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Hinriki Hólmfríðarsyni Ólasyni þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Sólarlög 2020 (Nyrstu rafmögnuðu tónleikar Íslandssögunnar) sem eru tónleikar í Grímsey á Jónsmessunni.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 190.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Hauki Má Ingólfssyni, f.h. Kórs Akureyrarkirkju, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Upptaka sem er upptaka á tónlist kórsins fyrir geisladisk 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 1. febrúar 2020 frá Listvinafélagi Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Afmælisár í tónum sem er tónleikaröð í tilefni 80 ára vígsluafmælis Akureyrarkirkju og 25 ára vígsluafmælis orgels Akureyrarkirkju.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 190.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 28. janúar 2020 frá Guðrúnu Ösp Sævarsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins Þræla söngvar sem eru tónleikar á Akureyrarvöku 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Federica Scarpa þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins Arctic Music in Akureyri: Nanook from Greenland sem eru tónleikar grænlensku hljómsveitarinnar Nanook í tilefni Arctic Science Summit Week 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 31. janúar 2020 frá Herdísi Björk Karlsdóttur, f.h. Dansfélagsins Vefarans, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Menningarsjóð til 3ja ára að upphæð kr. 200.000 hvert ár.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins til 3ja ára.
Erindi dagsett 27. janúar 2020 frá Iðnaðarsafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Menningarsjóð til eins árs að upphæð kr. 800.000.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins til eins árs.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Þórhildi Örvarsdóttur þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Menningarsjóð til 3ja ára að upphæð kr. 800.000 hvert ár.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 1. febrúar 2020 frá Jóni Hauki Unnarssyni þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Menningarsjóð til 2ja ára að upphæð kr. 800.000 hvert ár.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins til 2ja ára.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Mótorhjólasafni Íslands þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Menningarsjóð til 3ja ára að upphæð kr. 600.000 hvert ár.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Sigrúnu Björgu Aradóttur þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Menningarsjóð til 3ja ára að upphæð kr. 800.000 hvert ár.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 2. febrúar 2020 frá Menningarfélaginu Arctic Opera þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Menningarsjóð til 3ja ára að upphæð kr. 800.000 hvert ár.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins til 3ja ára.
Erindi dagsett 27. janúar 2020 frá Guðbjörgu Þóru Stefánsdóttur sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 26. janúar 2020 frá Birki Blæ Óðinssyni sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 19. janúar 2020 frá Tuma Hrannari Pálmasyni sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 30. janúar 2020 frá Astrid Mariu Stefánsdóttur sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 9. febrúar 2020 frá Diljá Finnsdóttur sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 9. febrúar 2020 frá Agli Andrasyni sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 8. febrúar 2020 frá Stefáni Elí Haukssyni sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000 til verkefnisins.
Erindi dagsett 8. febrúar 2020 frá Hauki Sindra Karlssyni sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 8. febrúar 2020 frá Agnari Forberg sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 9. febrúar 2020 frá Valgerði Birgisdóttur sem sækir um Sumarstyrk ungra listamanna 2020 að upphæð kr. 600.000. Markmið stuðningsins er að gera styrkhafa kleift að takmarka vinnu sína með námi og leggja meiri áherslu á að iðka list sína og koma fram á sumarhátíðum bæjarins.
Finnur Dúa Sigurðsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Lögð fram tillaga fagráðs að starfslaunum listamanna 2020.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu fagráðs. Tilkynnt verður um hver varð fyrir valinu á Vorkomu Akureyrarstofu.
Lagðar fram tillögur faghóps um veitingu byggingalistaverðlauna og viðurkenningar húsverndarsjóðs.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu fagráðs. Tilkynnt verður um hver varð fyrir valinu á Vorkomu Akureyrarstofu.