Skólanefnd - 7
- Kl. 13:30 - 15:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 7
Nefndarmenn
- Dagný Þóra Baldursdóttirvaraformaður
- Logi Már Einarsson
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Preben Jón Pétursson
- Hanna Dögg Maronsdóttir
- Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Soffía Vagnsdóttirfræðslustjóri ritaði fundargerð
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
Rekstur fræðslumála 2016
Málsnúmer 2016030017Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir rekstur fræðslumála tímabilið janúar-mars 2016.
Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri mætti til fundar kl. 13:50.
Skóladagatöl og starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2016-2017
Málsnúmer 2016040227Kristín Jóhannesdóttir fulltrúi skólastjóra mætti til fundar kl. 14:00. <br />
Starfsáætlanir leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar skólaárið 2016-2017 lagðar fram.
Skólanefnd samþykkir framlögð skóladagatöl leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2016-2017
Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni - samstarfssamningur 2015
Málsnúmer 2015040043Samstarfssamningur við Aflið lagður fram til kynningar.
Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.Skólanefnd leggur til að mótaðar verði verklagsreglur um fræðslu- og kynningarheimsóknir í leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.
Bréf frá formanni félags stjórnenda leikskóla vegna aðstoðarleikskólastjóra
Málsnúmer 2016040231Bréf dagsett 28. apríl 2016 frá formanni félags stjórnenda leikskóla þar sem vakin er athygli á hvenær aðstoðarleikskólastjóri skuli starfa við leikskóla.
Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir erindið.Sérfræðiþjónusta leikskóla - bréf frá formanni félags stjórnenda leikskóla
Málsnúmer 2016040230Erindi dagsett 26. apríl 2016 frá formanni félags stjórnenda leikskóla varðandi sérfræðiþjónustu við leikskóla.
Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi kynnti erindið.Viðhaldsáætlun FAK 2016 vegna leik- og grunnskóla
Málsnúmer 2016040233Lagt fram til kynningar.