Fræðsluráð - 14
- Kl. 13:30 - 15:30
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 14
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Heimir Haraldsson
- Hildur Betty Kristjánsdóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022
Málsnúmer 2018060368Viðstaddir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.
Fylgiskjöl
Trúnaðaryfirlýsing starfsmanna ráða og nefnda 2018 - 2022
Málsnúmer 2018060369Viðstaddir starfsmenn fræðsluráðs undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu ritara og starfsmanna nefnda.
Fylgiskjöl
Íslenska sem annað mál - ársskýrsla 2017-2018
Málsnúmer 2014110199Fjallað var um ársskýrslu 2017-2018 um þjónustu við börn með íslensku sem annað tungumál.
Fylgiskjöl
Brekkuskóli - hugmyndir frá nemendum
Málsnúmer 2018050294Erindi, dagsett í maí 2018, frá nemendum í 7. og 8. bekk í Brekkuskóla þar sem þau koma á framfæri hugmyndum sínum um hvað ný bæjarstjórn gæti bætt fyrir krakka og unglinga á Akureyri á nýju kjörtímabili.
Fræðsluráð þakkar nemendum fyrir erindið.
Fylgiskjöl
Brekkuskóli - hljóðvist í matsal
Málsnúmer 2018030266Erindi dagsett 22. febrúar 2018 frá Stellu Gústafsdóttur f.h. Brekkuskóla þar sem óskað er eftir að gerðar verði úrbætur á matsal skólans vegna hljóðvistar.
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlanagerðar fræðslusviðs 2019-2022.
Fylgiskjöl
Ósk um ráðningu verkefnisstjóra í Brekkuskóla
Málsnúmer 2018070570Erindi dagsett 7. febrúar frá Stellu Gústafsdóttur skólastjóra Brekkuskóla þar sem óskað er eftir heimild til að ráða verkefnisstjóra að skólanum.
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlanagerðar fræðslusviðs 2019-2022.
Fylgiskjöl
Viðauki vegna málskostnaðar Lundarskóla
Málsnúmer 2018070574Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.
Málinu er vísað til 2. umræðu í fræðsluráði skv. verklagsreglum Akureyrarkaupstaðar.
Fylgiskjöl
Rekstur fræðslumála 2018
Málsnúmer 2018030030Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar fór yfir rekstur fræðslumála frá janúar til júní 2018.
Fylgiskjöl
Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2019-2022
Málsnúmer 2018060289Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar fór yfir verkáætlun og stöðu fjárhagsáætlunargerðar fræðslusviðs 2019-2022.
Fylgiskjöl